Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1959, Blaðsíða 4

Heimilisblaðið - 01.07.1959, Blaðsíða 4
plantekru með jafnaldra pálmum, þá sjá þeir greinilega, að hér og þar eru fáeinir pálmar saman í smáþyrpingum til muna há- vaxnari en hinir, sem standa þar alls staðar umhverfis. Má þá ganga út frá því sem gefnu, að niðri á jörðinni, inni á milli þess- ara hávaxnari pálma, sé einhvers konar hús, gamalt fjós eða ef til vill aðeins ómerkilegur geymsluskúr fyrir verkfæri. Að minnsta kosti staður, þar sem menn hafa einhvern tíma hafzt við að staðaldri og haft með höndum einhvers konar starfsemi. Samt væri allt annað en hollt að ímynda sér, að öllu væri óhætt, þó að menn yrðu villtir inni á milli trjánna í pálmaviðarskógi, því að allur galdurinn væri sá að klifra spöl- korn upp eftir einhverjum stofninum og horfa út yfir pálmakrónurnar til þess að sjá hvar næsta hús væri. Fyrst og fremst ættu menn þá að athuga það, að þeir yrðu að klifra býsna hátt til að geta skimað út yfir kollana á þeim öllum saman, nema því að- eins að pálmarnir væru meðal þeirra allra yngstu. Kókospálmi, sem kominn er sæmi- lega á legg, er um það bil 20—25 m. á hæð. Útlits er hann eins og ákaflega gröim súla, með geysi stóran fjaðraskúf á efri endanum. Stofninn er ekki gildari en svo, að meðal- maður nær utan um hann með handleggj- unum. Og þó að einkennilegt sé, þá er kornung- ur pálmaviðarstofn, sem varla getur heitið vaxinn úr grasi, aðeins fáeina metra á hæð, nákvæmlega jafngildur og hinn, sem er 25 m. á hæð og orðinn gamall í hettunni. Ástæðan er sú, að pálmarnir teljast til ein- kímblaða jurta og vaxa því ekki á þverveg- inn, fremur en flestar aðrar slíkar jurtir — gildna ekki, þó að árin færist yfir þá — ekki einu sinni þann tíma, sem þeir eru að vaxa og hækka jafnt og þétt. — Þess vegna eru smápálmamir líka dálítið klunnalegir útlits, en þeir stóru aftur á móti óhæfilega grann- vaxnir miðað við hæðina. Fjaðraskúfurinn -— króna pálmaviðarins — er mjög tignarleg. Blöð hennar standa í hvirfingu, 4—5 m. löng, vaxa fyrst beint upp, en svigna síðan meira og meira út til hliðanna, þar til þau stærstu og elztu hanga niður með stofninum. Broddur þeirra vísar þá beint niður og nemur við jörð meðan stofninn er lágur í loftinu. Blöðin eru fja^' urstrengjótt. Þau eru ævinlega á ýmsun1 aldri frá þeim yngstu, sem vaxa beint upP úr krónunni, til þeirra elztu, sem sveigð erU orðin niður á við, svo að broddurinn vísar til jarðar. Hin eru á öllum aldursskeiðuU1 milli þeirra yngstu og elztu, og öll til saU1' ans mynda þau þessa tígullegu blaðkrónU' Sem betur fer fellir kókospálminn ekk1 öll blöðin í einu — á haustin, eins og birk1' viðurinn okkar hér á íslandi. PálmablöðiU mundu verða illilega þung fyrir, ef ætti ^ sópa þeim saman í skyndi. Ekki er þó s'r0 að skilja að pálmamir felli aldrei blöðu1; Þau falla af honum, en aðeins eitt og eitt1 einu og er ekki bundið neinum sérstökuU1 árstíma, heldur við og við allt árið, enda lítill árstíðamunur á breiddargráðunum, þaf sem kókospálminn vex. Ævinlega er það af elztu blöðunum, sem losnar og fellur til jarðar. Og stundum getur illt af þeim hl°* izt, ef óheppnin er með í spilinu. I fyrstu mun flestum þykja dálítið elU kennilegt að heyra húsbónda segja við vik3 dreng sinn á þessa leið: „Ennþá einu sinni liggur pálmablað þarJl3 innan við garðshliðið. Farðu strax og taktu það, áður en einhver stígur á það og slasaf sig.“ __ g En hafi menn sjálfir orðið fyrir þvi a stíga á svona pálmablað og sleppa naumle^ við að fótbrotna, áður en þeir heyra un)®^ eins og þau, sem höfð voru eftir húsboö anum, þá furða menn sig áreiðanlega ekke á þeim, heldur þvert á móti mun þeim þykl3 þau fyllilega réttmæt og orð í tíma töluð- Þegar ungt pálmablað, sem er að va3íð upp úr toppbruminu inni í miðri krónuiH11’ er ekki komið lengra áleiðis en það að verU aðeins ljós-gulleitur og um það bil ha^. meters langur teinungur, er mjög freista11 að taka hann og matreiða eins og hvert auU að kál. Þannig fæst óvenju og unaðslega hu^ feng fæða, sem engum stendur til boða 0 er á ævinni. Þetta unga blað er hjarta pálmakrónunnar, og tréð deyr, ef það tekið. En ef svo stendur á, að ungur pál1110 viður eigi að höggvast af einhverjum t Ý um, ættu menn ekki að neita sér uC1 ^ ánægju að fá sér pálmakál, ef þeir eiga á því. jp HEIMILISBLAí' 136

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.