Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1959, Blaðsíða 34

Heimilisblaðið - 01.07.1959, Blaðsíða 34
meira en góðu hófi gegnir á stundum, jafn- vel sofna, en fyrir bragðið verða rannsókn- artölurnar of lágar og ekki hægt að treysta þeim. Einnig getur sjúklingur verið svo taugaóstyrkur, áður en rannsóknin byrjar, að spenningurinn auki efnaskiptinguna, rétt eins og líkamleg áreynsla. Súrefnisnotkun- in getur aukizt við það um 20 hundraðshluta eða meira. Ef sjúklingur er t.d. haldinn væg- um hypothyreoidisma, þar sem efnaskipt- ingin er 20 hundraðshlutum fyrir neðan það, sem eðlilegt getur talizt, er hugsanlegt, að taugaspenningur meðan á rannsókn stendur geti aukið efnaskiptin svo skyndilega, að þau virðist með öllu eðlileg — og árangur rannsóknarinnar þar með orðið rangur. önnur aðferð er samt til, sem er með öllu óháð ásigkomulagi og athöfnum sjúklings- ins, líkamlegum sem andlegum. Nefnist hún PBI-prófunin (skammstöfun á Protein- bundnu Joði) og var fyrst reynd fyrir nær- fellt tuttugu árum af lækninum dr. Albert L. Chaney við landsspítalann í Los Angeles. Hann fékk hugmyndina við lestur greinar um mælingu joð-innihalds í ýmsum efnum, en slíkar mælingar fóru fram við háskólann í Minnesota, Chaney vissi, að í blóðinu er þó nokkuð af joði, blöndnu proteini, og mikill hluti þess á rót sína að rekja til hormóna skjaldkirtilsins. Ályktun hans var sú, að ef hægt væri að mæla nákvæmlega joð-innihald blóðsins, væri um leið hægt að hafa hemil á starfsemi skjaldkirtilsins. Með löngu og ströngu starfi á vísindastofu sinni tókst Chaney að bæta og auka við nið- urstöður og aðferðir efnafræðinganna við Minnesota-háskóla, auk þess, sem hann studdist við árangur sem náðzt hafði í Þýzkalandi á sama sviði. Hann uppgötvaði, að hægt var að einangra joð í blóðprufu, er búið var að blanda hána krómsýru og brennisteinssýru. Síðan mældi hann joð- magnið í svonefndum kolorimeter og gat á þann hátt ákvarðað innihald blóðsins af proteinbundnu joði með ótrúlega mikilli ná- kvæmni. Þar með var fundin upp aðferð, þægileg og nákvæm, til að ákvarða fram- leiðslu skjaldkirtilshormónanna. Fyrsta not- hæfa aðferðin í sögu læknis- og lyf jafræðinn- ar til að mæla magn starfandi hormóna og stjórna því jafnframt, var þar með fundifl upp. Læknavísindamenn við Yale-háskóla °t> um það bil tíu aðrar vísindastofnanir ui'ðu fyrtir til að taka upp þessa nýju aðferð, safld með smávægilegum breytingum. Umfangs' mesta rannsóknin var gerð af hópi vísinda' manna undir forustu dr. Paul Starr. Einkennandi dæmi um þau margbreytilegu fyrirbæri, sem dr. Starr og samstarfsmenu hans fengu í hendur við landsspítalann 1 Los Angeles var 46 ára gamall blaðaljoS' myndari. Þrútin augnalok hans, erfiðleikar í sambandi við andardrátt, auk taugaspenn' ings, virtust benda á of-starfandi skjald' kirtil. Efnaskiptarannsókn leiddi í ljós, a<5 kirtilstarfsemin var eðlileg, en rannsókn 3 proteinbundnu joði sýndi mjög litla starf' semi. Blaðaljósmyndaranum voru gefmr smáskammtar af skjaldkirtilshormónuni’ Brátt jókst joðmagnið og varð eðlilegt, °& eftir slíkar inngjafir um skeið hlaut hanu fulla heilsu. Fæðingardeild spítalans tók að vísa 3 skjaldkirtilsdeildina þeim konum, sem lut' ið höfðu fóstri oftar en einu sinni. Mafg' ar þessar konur, sem samkvæiht efnaskipta' rannsókn virtist vera heilbrigðar, reyndust vera haldnar af hypothyreoidisma á lagu stigi. Eftir að þær höfðu fengið auknu skjaldkirtilshormóna og undirgengizt PBl' prófunina og aðgerðina samkvæmt hennii gátu margar þessar konur eignazt heilbrig^ börn eftir eðlilegan meðgöngutíma. Úr barnadeildinni voru send börn, sein uxu óeðlilega seint; einnig ungt fólk, sen) hætt hafði að vaxa áður en fullum vexti hafð1 verið náð. I þessum tilfellum reyndist PB^' prófunin skjót og traust aðferð til að leiáu í ljós, að vaxtarhömlunin stafaði af hypot' hyreoidisma á lágu stigi. Og þegar í lj°s kom, að skjaldkirtillinn var ekki með öHu heill, var hægt — með reglubundnum j0*'*” rannsóknum — að ákvarða, hversu storu skammta hormóna þyrfti að gefa, til a° halda blóðinu eðlilegu. Á undanförnum 18 árum hefur dr. Starí og samstarfsmenn hans notfært sér PB^ prófuninavið 10.000 sjúklinga. Hvað eftir annað leiddi prófunin í ljós, að slæglega virk ur skjaldkirtill var orsök meiri eða miuU1 HEIMILISBLAÐi£> 166

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.