Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1959, Blaðsíða 18

Heimilisblaðið - 01.07.1959, Blaðsíða 18
ingar hafi ekki fundið svo mikið sem pott- brot, sem örugglega megi telja, að verið hafi í eigu þess. Eftir margra ára rannsóknir og tilraunir — þar sem m. a. hefur verið gerður saman- burður á sanskrít og grísku, gotnesku og latínu — hefur verið sett saman hið upp- runalega og ævaforna indóevrópska tungu- mál — á nákvæmlega sama hátt og hægt er að gera sér í hugarlnud útlit ævafornrar uglu með því að setja saman á vísindalegan hátt þau fáu beinabrot, sem fundizt hafa úr skrokkum slíkra fugla. Og með hjálp slíkra fornorða er hægt að gera sér ærna grein fyrir þeirri menningu, sem ríkti fyrir 6000 árum. Á því er m. a. hægt að sjá, að f jölskyldu- tilfinningin hefur engu að síður verið sterk á þeim tímum en hún er nú. íslenzka orðið bróðir á uppruna sinn að rekja til þeirrar tíðar orðsins BRATHER; systir til SWESOR, og sonur til SUNU. Islenzka orðið dóttir er náskylt danska orðinu datter, enska orðinu daughter, hinu rússneska doche, sem gegn- um persneska orðið duktar má rekja alla leið til uppruna-orðsins DHUGHATER. Á sama hátt hefur verið hægt að færa sönnur á, að mála-forfeður okkar hafa not- azt við tamin dýr — kúna (GWOU), sem lét þeim í té mjólkina (MELG) og uxann (UKSEN), sem beitt var fyrir, ásamt öðrum uxa, með oki (YUG). Hvað drógu þeir? Að öllum líkindum vagn, því að þetta orð er komið af fornorðinu WEGH (sem þýðir að flytja). Þetta verður þeim mun sennilegra þegar við vitum, að á þeim tíma höfðu menn fundið upp hjólið (QEQLO), sem var dá- samleg uppfinning, er ekki þekktist í hinni frumstæðu Ameríku fyrr en Columbus sté þar á land. Sauðkindin hlýtur einnig að hafa verið í hópi taminna dýra á þeim tímum. Ur ull- inni (WLANA) kunnu menn þá þegar að vefa (WEBH) dúka, og að sauma (SIW) úr dúkunum. Gamla indóevrópska orðið KUN varð á ensku hound, en á dönsku, norsku og sænsku — gegnum íslenzka orðið hundr — að hund. Köttinn virðast menn ekki hafa þekkt á þessum tíma (uppruna orðsins er alla vega nokkuð óviss; Tyrkir kalla hann þó kedi, Arabar qitt — er þetta e. t. v. skylt orðinu (kisa?). Allt bendir til þess, að þetta srná' vaxna rándýr hafi ekki fyrr en miklu síða* laumazt út úr asískum eða afrískum skog1 á vit mannanna, og að nafnið sé upprunniá af allt annarri rót. E. t. v. er það skylt lat' neska orðinu catulus, sem þýðir ungi. Hins vegar nefndist svínið SU (á forníslenzku sýn dönsku so) og hesturinn EKWO — sem 3 latínu er equus. Hér má einnig minna á fort1' íslenzku hestaheitin eyk og ess, sem vitaD' lega eru skyld þessum orðum. Við myndum kannske halda, að þessir foi' feður okkar hafi verið reikandi hirðingjar’ ef við vissum ekki, að þeir áttu til orðiá yfir plóg (ARA), sem svarar til latnesk3 orðsins arare (að plægja) og íslenzku sagu' arinnar að erja. Og hverju skyldu þeir hafa sáð? Korni’ Sem á ensku er com eða grain (grjón), á latínu granxun, og sanskrít grano. Einhve1' korntegimdin hlýtur að hafa verið mjög lj°s leit, sem sést af orði þeirra yfir (KWEIT), sem náskylt er þýzka orðinu Weizen, fornnorræna orðinu hweits, ensku orðinu wheat, danska orðinu hvede og lS’ lenzka orðinu hveiti. Kornyrkjan hefur haft í för með sér faSÚ1 búsetu á ákveðnum stað, þar sem f jölskyU urnar hafa átt heimili sín. Húsið eða hein1 ilið nefndu þeir DOM, sem er uppruni l^, neska orðsins domus (hús) og þekkist ýmsum orðum sem af því eru leidd, eins t. d. domicil (bústaður), domestik (persónu’ sem er samrimninn heimilishaldi) og doP1 kirkja. Var vistarvera forfeðra okkar einungjS frumstætt skinntjald? Engan veginn. Orðl DOM er ekki aðeins skylt hinu latnes u domus, heldur einnig háþýzka orðinu Zn11 bar, enska orðinu timber, danska orði tömmer, «og því íslenzka timbur. Ur sl1 efni gerðu þeir hús sín, — með exi (AKÞ j sem án efa hefur verið úr steini, þar eð ofanverðri steinöld þekktist varla til no^ urra málma. Forfeður þessir mÖlu (MALA) korn sitt í myllum (MEL), blön ^ uðu það vatni og geri (YES), unz það VÍXÍ\ að deigi (DHEIGH), og bökuðu (BHObJ það síðan í ofni (UQNO) þangað til varð að brauði (PA, — á latínu panis, e IP 150 HEIMILISBLAP

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.