Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1959, Blaðsíða 26

Heimilisblaðið - 01.07.1959, Blaðsíða 26
væri dauður. Ef maður bara gæti fundið upp á einhverju, sem gæti vakið hann.“ Maria huggaði hana eftir beztu getu, en hafði lítil áhrif. ,,Þú færð að minnsta kosti borgun fyrir að vera þarna. Ég myndi halda áfram.“ A leiðinni til Jóns þennan morgun gekk Elín fram hjá hundaverzlun. Fremst í glugg- anum sat lítill svartur hvolpur, með trýnið fast upp að rúðunni. Elín starði á hann. Hvað var það nú, sem Pétur hafði sagt? „Þakíbúð, lítill hvolpur og svo munum við lifa hamingjusöm til æviloka.“ Og þarna var lítill hvolpur, sem var mjög ánægður með tilveruna. Hún barði í rúðuna og hann leit á hana og lyfti öðru eyranu. Andartaki síðar stóð Elín inni í verzlun- inni. „Hvað kostar litli svarti hvolpurinn þarna í glugganum?" spurði hún manninn. Maðurinn lyfti hvolpinum upp. „Tuttugu og fimm dollara. Hann á ættartölu, en þér getið ekki fengið hann á útstillingu, til þess er hann of mjúkhærður." Elín tók hvolpinn. „Hann er yndislegur. Ég tek hann.“ Hún keypti hálsband og ól handa honum og yfirgaf stolt búðina, með litla svarta hvolpinn í fanginu. „Hvað átt þú að heita?“ sagði hún við hann. „Viltu heita Surtur? Það finnst mér eiga vel við þig.“ Þegar Jói opnaði fyrir henni leit hann undrandi á hundinn, en sagði ekkert annað en: „Ég held að hann sé þyrstur. Nú skal ég koma með vatn handa honum.“ Herbergið var hálfdimmt eins og venju- lega. Elín andvarpaði, svo lyfti hún höfðinu og sagði fjörlega við Jón, sem hún aðeins gat greint í stólnum: „Ég vona að þér hafið ekkert á móti .. Hann greip fram í fyrir henni. „Þér komið of seint.“ Elín varð undrandi. Síðastliðna viku hafði hann ekki virt hana viðlits. Hún var ekki einu sinni viss um að hann byggist við henni klukkan níu. Heimsóknin í hundaverzlun- inni hafði tafið hana. „Já, það geri ég,“ sagði hún rólega. „Ég kom gangandi, af því að Surtur þurfti að viðra sig.“ „Surtur?“ „Já, það er hundurinn minn. Viljið þéJ' ekki heilsa honum? Surtur var svo forvit* inn, hann langaði til að vita hvert ég vaer1 að fara — hann er ekki annað en karlmað' ur, svo ég varð að láta eftir honum.“ Jón leit á hana, og Elín fann fremur en sá ofurlítið bros, sem leið yfir andlit hans- „Dragið gluggatjöldin frá,“ sagði hann. „Ég vil sjá gestinn minn.“ Jói kom inn með vatnsskál, og Surtur drakk ákaft. Þegar hann hafði drukkið nægju sína fór hann til Jóns og þefaði af honun1 og klóraði í hann með annarri framlöppinn1- „Hvað vill hann?“ spurði Jón. „Hann vill komast upp.“ Og í fyrsta skipti síðan hún fór að vinnu hjá Jóni Hayward, sá hún hann brosa, °S hún fylltist undrun um leið og hún hugsaðu Hamingjan góða, hann er mjög hrífandi. Það hefur mér aldrei dottið í hug! Þegar Jói kom inn til að tilkynna að ha' degisverður Elínar væri tilbúinn, sá hann Jón sitjandi með hvolpinn sofandi í fanginu og las Elínu fyrir. Þetta var í fyrsta skipt1’ síðan Elín byrjaði að vinna hjá honum að hann ynni að bókinni, sem hann var byD' aður á. „Hádegisverður," tilkynnti Jói, „fyr*r ungfrúna í borðstofunni, fyrir hr. Surt í eld' húsinu. Jón leit snöggt upp. „Þú gætir vel komið með hádegisverð ungfrúarinnar ásamt min' um hingað inn, Jói. Hvað áttu handa hund' inum?“ Jói lyfti hundinum upp. „Það er góðu1" hundamatur," fullyrti hann. Elín snæddi hádegisverð með Jóni, og u eftir unnu þau allan eftirmiðdaginn. Ehn hafði aldrei séð hann svona fjörlegan. f>a var kominn roði í kinnarnar, og gráu augnn voru skær og hann las fyrir með skýrri ákafri rödd, eins og hann væri staðráðinu að vinna upp aftur það, sem tapað var. Þeg ar Elín var að fara, þá kom hann henni aftul á óvart með því að segja: „Heyrið þér, lat* Surt heldur vera hér. Það er of langt fyllf hann að ganga hingað á hverjum morgnl' Við Jói skulum hugsa vel um hann. Það eí líka erfitt fyrir yður að gæta hans á kvöld111’ þegar þér farið út.“ Elín ætlaði að fara að segja, að hún HEIMILISBLA ÐlP 158

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.