Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1959, Blaðsíða 32

Heimilisblaðið - 01.07.1959, Blaðsíða 32
tilfinningu þannig, að svona hlyti hverri hjúkrunarkonu að líða þegar sjúklingurinn væri á batavegi, en nú — nú vissi hún, hve hamingja hennar sjálfrar var nátengd Jóni Hayward. Það, sem framvegis kæmi fyrir hann, myndi alltaf koma henni mikið við. Já, hún elskaði Jón. Ekki eins og hún hafði elskað Pétur, yfirborðslega og eins og unglingur elskar, heldur með ákafa, sem var meiri með hverjum deginum, sem leið. Skyndilega stökk hún á fætur. Hún hafði fullkomna stjórn á svipbrigðum sínum, nú þegar hún vissi, hvað hún vildi, og hvað hún varð að gera. Hún gekk hröðum, ákveðn- um skrefum fram í eldhúsið og bað Jóa að framreiða te og kökur á teborðið — handa Jóni, gesti hans og henni sjálfri. Handa þremur en ekki tveimur. Jón kinkaði samþykkjandi kolli, og Elín hafði það einkennilega á tilfinningunni að hann læsi hugsanir hennar. Áður en hún fór út á svalirnar, þá skauzt hún inn í gestaherbergið og leit í spegilinn. Henni var vel ljóst, að hún var fremur barns- leg í útliti. En einfalda fallega hárgreiðslan fór henni vel, og blái bómullarkjóllinn, sem hafði alls ekki verið ódýr, og sem hún og María höfðu báðar orðið hrifnar af, var mjög fallegur. Hann var nokkuð stuttur, en Marxa hafði sagt, að hún mætti alls ekki síkka hann um svo mikið sem einn millimeter. „Því þú hefir svo fallega fætur“, sagði hún. Elín beit á vörina. Gagnvart konu eins og Klöru varð að beita allra bragða. Ef maður ætlaði að berjast við hana varð maður að nota henn- ar eigin vopn. Elín gekk hægt í gegn um bókaherberg- ið og út á svalirnar. „Jæja, þarna eruð þér“, sagði Jón og rödd- in var of f jörleg þegar hann kynnti þær hvor fyrir annarri. Elín leit á Klöru Leighton. „Góðan daginn“, sagði hún rólega og rétti keppinaut sínum hendina, sem var að minnsta kosti sjö til átta árum eldri og minnsta kosti fimmtíu árum eldri í reynslu. Klara rétti henni kuldalega og kæruleys- islega höndina og Elín fann til minnimáttar- kenndar, sem hún vissi að hún mátti ekki sýna. Hún varð að herða upp hugann, og hún sagði við sjálfa sig: „Þú ert fyllilega jafnoki hermar. Þú ert ekki eins heillandi og hun en þú ert yngri. Og þú elskar Jón“. Elín hafði ekki hugmynd um hvað þaU töluðu. Það eina, sem hún mundi, var, a^ Jón sagði: „Já, þú hefur ef til vill rétt fyr*r þér með ítölsku Rivieraströndina. Það g^1 verið gaman að koma þangað. New York óþolandi, sérstaklega þegar sumri tekur ^ halla“. Elín hélt niðri í sér andanum. „New Yoi'k er óþolandi", endurtók hún með sjálfri ser- Harm var þegar búinn að gleyma síðast lid' inni viku, þegar þeim hafði liðið vel sanaaU og setið úti á svölunum og snætt hádeg' isverð. Hann var búinn að gleyma Surti og henni sjálfri, svo það var eins og þau hefðu aldrei verið til. Elínu langaði mest til að fara, að te' drykkjunni lokinni, en hún neyddi sjáHa sig til að vera. Hún náði sér í garðkönnu og fór að vökva blómin í svalakössunUiUi sem voru eftir endilöngum svölunum, hún faim vel augnaráð Klöru hvíla á ser og sá hina augljósu óþolinmæði hennar yfir því að Elín skyldi ekki fara. Vegar Klara stóð loksins upp og kvaddii fylgdi Elín henni kurteislega fram. „Mig langar annars til að tala ofurlítið við yður“, sagði hún við Elínu. Elínu langaði mikið til að svara: „Ég vel* vel hvað yður langar til að segja. Þér eru reið yfir því að ég skuli vera hér. En ég er hér — og það kemur sér vel fyrir Jón, eI1 illa fyrir yður“. En í staðiim sagði hún: ,,JU’ það er sjálfsagt. Viljið þér ekki fá yður saetx Alveg eins og hún væri húsmóðirin og Klar0 Leighton ókunn og óviðkomandi gestur. „Nei, þökk fyrir“. Klara hristi höfuðið- Hún stóð fyrir framan Elínu og horfði 0 hana með reiðilegum og hörðum augum. „Þ* hef miklar áhyggjur af herra Haywardi sagði hún. „Hann lítur alls ekki vel út“- Það kom reiðiglampi í augu Elínar og huU varð að beita sig hörðu til að segja ekki þa sem henni lá á hjarta: „Það væri ekki und arlegt þó að hann liti illa út eftir þá meðfei'^ sem hann fékk hjá yður“. En hún kaus að þegja, og beið eftir að óvinur hennar héld1 áfram. „Þér eruð einkaritari hans, eða hvað han11 HEIMILISBLA plí1 164

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.