Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1959, Blaðsíða 16

Heimilisblaðið - 01.07.1959, Blaðsíða 16
jókst — og jörðin nálgaðist nú óðfluga. Ég lokaði augunum, fann svo þungt högg, mér fannst ég allur merjast í sundur, það brak- aði víst í allri beinagrindinni. Löngu síðar vaknaði ég í sjúkrahúsi. Þeg- ar ég lauk upp augunum sá ég Hedwig, stúlk- una sem ég elskaði. Hún laut yfir mig. — Þú verður að liggja kyrr, rólegur, sagði hún. Veiztu! Nú lagast allt aftur! Ég flýtti mér út á flugvöllinn til þess að segja þér það, en ég varð mínútu of sein. Herbert skrifaði mér og sagðist ekki koma til Kan- ada. Hann ætlar að vera áfram í Þýzkalandi. Hann hefur eignazt góðan félaga þar, hann hefur leyst mig undan eiðnum. Ég er ekki lengur bundin honum — og þú veizt, að nú átt þú mig. Ég er þín. Ég lokaði augunum — og sá fyrir mér rauða lampann. Hún hafði komið mínútu of seint. — Við fylgdumst með flugvélinni og sá- um, þegar hún sprakk og tættist í sunduf- Það var eins og hnífur væri rekinn í hjart# mitt. En svo kom einhver auga á fallhlífú13 — og við leituðum þín lengi, fundum loks í trjákrónu. En nú er þetta allt 1101 garð gengið — og þú á batavegi. Þeir fundu mælitækin úr flugvélinni, þú settir hraða' met. Þeir eru mjög hreyknir af þér. hvernig atvikaðist . . . — Eg verð að segja þér það einhver11 tíma seinna, sagði ég þreytulega. En ég hef aldrei sagt Hedwig, að ég hefð* ætlað að svipta mig lífi — og ég mun aldre' segja henni það. En einhverjum varð ég a® segja frá reynslu minni, aðeins einu sinn1, Og nú hef ég gert það. ( Lesandi, karl eða kona — trúðu á lífi®' Reyndu að halda í lífið eins lengi og Þu getur. Það er alltaf of snemmt að kasta þvl frá sér. Þetta segir ykkur maður, sem var næstum því búinn að varpa öllu frá sér • •' 148

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.