Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1961, Blaðsíða 27

Heimilisblaðið - 01.01.1961, Blaðsíða 27
»1 morgun var miklu blóði úthellt við *andamærin,“ sagði bóndinn. >.Hvernig þá?“ ..Hermenn frá Foskana hafa hremmt araPpinn hann Rinaldini.“ »Er það? Náðu þeir honum?“ >.Já, hann hefur raunar barizt sem djöf- jJóður með mönnum sínum, en þó voru Peir allir brytjaðir niður.“ »Og Rinaldini líka?“ »Já, líka hann.“ »Það er þó gott.“ ..Vissulega er það gott. Þrjóturinn hafði ^ir löngu verðskuldað að fara í gálgann. Það er bara hörmulegt, að þeir skyldu ekki lla honum lifandi og að hann skyldi hljóta ®vona heiðvirðan dauðdaga. En þrjótur- lr>n er nú samt farinn til fjandans.“ ..Hvað ertu að segja?“ »Jú, hann dó í sínum miklu syndum án Pess að hafa tekið aflausn.“ »Já, svo að skilja.“ »Þá geta menn af okkar tagi dáið ró- leSri og á virðulegri hátt.“ »Nú, auðvitað. Hvorugur okkar er neinn Prjótur.“ »Guð veri með þér.“ Bóndinn hélt leiðar sinnar, og þegar nann var úr augsýn, læddist Rinaldo inn í skóginn og efndi til matarveizlu. Þegar hann hafði endurnærzt af stutt- Ultl blundi, hélt hann af stað og gekk í Poklcrar stundir lengra inn í skóginn. ^kyndilega var hann mjög á óvænt stadd- Ur í skóglausu hæðardragi, þar sem gaf að nta hallarrústir. Hann leit í kringum sig °& sá hvergi lifandi veru. Dauðaþögn ríkti ajN staðar umhverfis. Það var ekki einu ainni fuglasöng að heyra í grenndinni. ^J&i að síður þóttist hann verða var við ótspor í grasinu. Hann gekk að hallar- ^óstunum og kom í rúmgóðan húsagarð allan vaxinn háu grasi. Hann settist á anna súlu fyrir framan hrörleg súlna- Söng 0g gaf sig 4 Vald kynlegum hugrenn- 'aSum. Hann hrökk upp við þrusk. Dádýr skauzt framhjá. Hann stóð á fætur og jjekk að þrepum, sem lágu upp að efri : hallarinnar. Þar fór hann upp og kom 1 stóran sal. Það glumdi í gólfinu undan skósólum hans. Hann staðnæmdist og hlustaði við hvert skref, en allt var autt og lífvana umhverfis hann. Úr salnum kom hann í rúmgott herbergi, þar sem gaf að líta á veggnum andspænis tvær gamlar hurðir úr tré, sem lokað var með slagbröndum úr járni. Hann stóð kyrr, hlustaði, en heyrði ekkert nema sinn eiginn andardrátt. Hann barði á hurðirnar báðar, en allt var kyrrt og hljótt. Loks tók hann slagbrandinn frá annarri hurðinni. Það brakaði í henni. Hann kom inn í tómt herbergi, sem hann yfirgaf þegar í stað. Hann lauk upp hinni hurð- inni og sá þar líka inn í tómt herbergi. Hann setti slagbrandann aftur fyrir og hélt aftur til baka sömu leið og hann hafði komið. Þá varð hann var við örlítið op í einu horni salarins. Þar var gengið inn í tómt herbergi, þaðan inn í annað og úr því í þriðja. Þar gekk hann á tré, leit niður og sá, að hann stóð á fellihurð, sem lokuð var með slagbrandi. Hann tók slagbrandinn frá, lyfti fellihurðinni og sá niður í dimmt djúp, og lágu mjóar steintröppur þar niður. Hann lét hurðina gætilega nið- ur aftur, setti slagbrandinn fyrir, gekk sömu leið til baka, fór niður þrepin út í húsagarðinn. Brátt féll nóttin á. Hann litaðist um eftir tré og kom auga á tignarlega, æva- gamla eik. Hann kleif upp í hana og leit- aði sér náttstaðar í hinum þéttu greinum hennar. Þegar dagur rann, yfirgaf Rinaldo sinn harða beð eftir nær svefnlausa nótt. Hann hélt út á veginn til þess að leita að vatni. Þegar hann hafði stillt þorsta sinn og fyllt flöskuna sína, hélt hann áfram göngu sinni, en braut á leið sinni smágreinar af trjánum, svo að hann gæti aftur ratað til rústanna. Um hádegisbilið nálgaðist hann þjóðveginn, sem lá um skóginn. Hann stað- næmdist í nokkurra skrefa fjarlægð frá honum bak við runna. Hann hafði ekki lengi legið þarna, er hann heyrði mannamál og bjölluhljóm múl- dýra í fjarlægð. Þetta hvort tveggja færð- ist æ nær og loks kom flokkur tatara í ljós. Þar voru þrír karlmenn, tvær gamlar konur, tvær fullvaxta meyjar, fjögur börn, Þeimilisblaðið 27

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.