Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1962, Blaðsíða 4

Heimilisblaðið - 01.12.1962, Blaðsíða 4
anna, sem þarna bjuggu, var Karl 7. hinn eini og sanni landsfaðir. Á þessum óróleikatímum óx Jeanne úr grasi og var heilbrigt, fallegt og viðmóts- þýtt barn, sem stundaði spuna og gætti fjár föður síns. Henni var ekkert kennt til bókarinnar; hún lærði hvorki að lesa né skrifa. Aftur á móti var uppeldi hennar í mjög trúarlegum anda. Móðir hennar var einkar fróm kona til orðs og æðis, kenndi dóttur sinni bænir og sagði henni sögur af postulunum og dýrlingum. Einkum varð ungu stúlkunni hugstæð frásagan um hina heilögu mey. Við kirkjuna í Puy, einhverja mestu pílagrímakirkju Frakklands, var tengd sérstæð Maríu-tilbeiðsla, og sú tilbeiðsla var með sérstökum hætti aftur tengd hug- myndinni um heilagleika hins franska kon- ungdæmis. Sú hugmynd, að sjálfur Guð hefði grundvallað konungsríkið franska til verndar kirkju sinni, hefur án efa haft örlagarík áhrif á líf Jeanne. Hún hlýddi á kveinstafi fullorðna fólksins vegna biturra örlaga Frakklands, og hvarvetna umhverf- is sig sá hún sorgina yfir neyð konungs- ins, ásamt hryggðinni yfir nærveru hinna erlendu kúgara. Þjóðræknistilfinningar blönduðust trúarhita hennar, lotningaraf- stöðunni til heilagrar guðsmóður — sem Guð hafði veitt svo háa köllun —, og hinni bjargföstu trú á hinn guðlega uppruna franska konungdæmisins. Einmitt þessar hugrenningar urðu grundvöllurinn að há- leitri köllun Jeanne d’Arc sjálfrar. Jeanne var alvarlega þenkjandi sem barn og hélt sig iðulega fjarri leikjum jafnaldra sinna. Dag nokkurn, er hún sat í garði föður síns, heyrði hún rödd, sem sagði: „Ég er sendur frá Guði og á að hjálpa þér til að lifa lífinu á réttan hátt. Haltu áfram að vera góð, Jeanne, og Guð mun standa þér við hlið.“ Fyrst varð stúlkan mjög skelfd. Hún vissi nefnilega ekki, hvaðan röddin barst. En síðan hughreysti hún sig með því, að þetta hefði verið engilsrödd, og að sá eng- ill hefði verið erkiengillinn Mikael. Síðar varð Jeanne fyrir öðrum vitrunum: henni birtist heilög Katrín frá Alexandríu, verndari ungmeyja og einhver vinsælasti dýrlingur miðaldanna; sömuleiðis hi11 jafnvinsæla Margrét frá Antíókíu, sérstak' ur dýrlingur bændakvenna. Næstu fim111 árin heyrði Jeanne raddirnar tala við sH? með jöfnum millibilum, og þær sögðu: ,-?u átt að flytja konunginn til Reims, til þeS® hann geti hlotið smurningu og krýningU' Að lokum varð Jeanne sannfærð um, Guð hefði kjörið hana til að leysa stór hlutverk af hendi, og eftir það hikaði hú11 ekki við að hlýða fyrirmælum raddann&j Hins vegar var það ekki auðvelt. Leiðin h Chinon, þar sem konungurinn hélt til, val löng og ströng, einkum hvað snerti hætt' urnar vegna stríðsins. Hún varð ekki eins að útvega sér reiðskjóta, heldur fyl8u' arlið einnig, því að ein síns liðs gat huu ekki lagt upp í slíka för. Þess vegna sne1'1 Jeanne sér til Roberts de BaudricoUi , fyrirliða konungsvirkis í grennd við DoB1' remy. Hún var nú altekin gleði, sem san11' færingin um guðdómlegt hlutverk hatö veitt henni. Hún var orðin sterk og djö1 ung kona, sem hikaði ekki andartak vl það, sem hún átti að framkvæma. Án nokK' urs ótta gekk hún fyrir Baudricourt lýsti yfir því, að Guð, konungur himlllS ins, óskaði þess, að konungurinn yrði set ur í það hasæti, sem honum bæri, —' að Hann hefði kjörið hana til að flytja ko11 unginn til krýningarkirkjunnar í Reims- Baudricourt var hermaður, sem gel öllum jafn hátt undir höfði, maður selU iðulega hafði skipt um afstöðu og átti P'^ „jafnmarga vini meðal óvinanna se . óvini meðal vina sinna.“ Hann yfirhey1 stúlkuna fullur tortryggni og rak hana P næst á dyr. Jeanne átti ekki um annað a velja en snúa heimleiðis aftur. En Þe^ svo fréttin barst um hertöku Englendm8‘ á Orléans, gekk stúlkan öðru sinni ft'1 Baudricourt. Nú sagðist hún ekki aðel verða að flytja konunginn til Reims þann mann, sem „er og á að vera hinn el f og sanni konungur Frakklands“ —- hem hefði Guð einnig kjörið hana til að le^ Orléans úr höndum óvinanna. í þetta s1 ^ hlustaði hermaðurinn með athygli a e .j hennar. Hann lét hana fá í hendur hreí. Karls 7., útvegaði henni karlmannskl18 ^ að, gaf henni hest og skipaði nokkrnm 224 HEIMILISBLA®

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.