Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1962, Blaðsíða 8

Heimilisblaðið - 01.12.1962, Blaðsíða 8
þeim ber að gera (þ. e. a. s. semja frið við Karl 7.), en halda stríðinu áfram, verða þeir sigraðir eins og Englendingarnir. — Fyrirleiztu sem barn áhangendur þess flokks, sem börðust gegn konungi þínum ? — Ég fyrirleit Englendinga og sam- verkamenn þeirra, Búrgundara. — Sögðu raddirnar þér að hata Búr- gúndara ? — Því betur sem ég skildi, hversu illt þeir höfðu unnið ættjörð minni, þeim mun meira hataði ég þá. — Hverra launa ætlastu til fyrir allt það, sem þú hefur gert fyrir konung þinn? — Ég hef aldrei beðið raddirnar um aðra umbun en þá, að ég öðlist sálarfrið, og frelsun sálar minnar frá öllu illu. — Vonastu enn eftir sigri yfirboðara þíns? — Ég vonast ekki eftir neinu, — ég veit, að hann mun sigra. Guð mun veita Frakk- landi endanlegan sigur. Þetta veit ég jafn örugglega og að ég sit hér fyrir framan ykkur. — Þú veizt, að konungur þinn lét myrða hertogann af Búrgúnd, hélt dómsforsetinn áfram lævíslega. — Er það þín skoðun, að hann hafi gert rétt í því? — Dauði hertogans af Búrgúnd olli rík- inu miklu tjóni, svaraði Jeanne. En hvað svo sem hefur farið á milli þeirra tveggja valdsmanna, þá hefur Guð sent mig til að standa við hlið Frakklandskonungi! Þannig liðu mánuðir. í hléum milli and- legra pyndinga yfirheyrslunnar varð hin tvítuga stúlka, hlekkjuð á höndum og fót- um, að þola grófa fyndni og nærgöngult tal fangavarðanna. Samt lét hún ekki bugast. Dómstólnum tókst ekki að fá hana með slægð til að játa það, sem sótzt var eftir: að hún hefði syndgað og ratað siðferðilega rangan veg: að hún hefði ekki verið af Guði send, heldur Myrkrahöfðingjanum. Hin hrausta stúlka varðist næstum snilldarlega hrekkjabrögðum óvina sinna. Auk þess var það harla neyðarleg stað- reynd, út frá sjónarmiði þeirra, sem vildu henni allt illt, að ítrekaðar læknarannsókn- ir höfðu leitt í ljós, að hún hafði aldrei karlmanns kennt. Meydómur var nefnilega talinn fullkomin sönnun þess, að viðkoni- andi væri ekki á snærum djöfulsins, held' ur hefði með því hina öruggustu vörn geg11 honum. Svo lengi sem stúlka var jómfru> var loku fyrir það skotið, að hún g@b verið galdranorn. Að lokum gafst dómstóllinn upp. Farið var með Jeanne d’Arc út í kirkjugarð* þar sem reistir voru tveir pallar. Þar sátu dómararnir, en fyrir neðan beið böðulli1111 með kerru sína. Allt var reiðubúið til að færa hina ákærðu á bálköstinn. Þrisvar var hún spurð, hvort hún vildi viðurkenna samband sitt við hið illa, og þrisvar svarað1 hún nei. Þá tók biskupinn af Beauvais að lesa upp dómsúrskurðinn. Jeanne vai'ð gripin megnri reiði, því að þetta þýddi, að innan fárra mínútna yrði hún afhent brezkum hermönnum og brennd lifandn Allt frá fyrstu bernsku hafði hún óttazt eld. Og nú, eftir þriggja mánaða eldrau11* missti hún kjarkinn í fyrsta skipti. Hul1 greip fram í fyrir dómaranum og sagð1 lágt, að hún skyldi játa hverju því, sem þeir vildu. Að því búnu var dauðadóm111" um breytt í ævilangt fangelsi. Andartaksstund hafði Jeanne bugaZ undir hinni skefjalausu andlegu áreynsl11, En heldur ekki nema andartaksstund- Kjarkur hennar og þrjózka hafði ekki bug' azt til fulls. Tveim dögum síðar var hu11 aftur komin í hin „syndsamlegu" kaH' mannsföt, sem dómarar hennar höfðu ver1 hvað æfastir út í. Með hugrekki lýsti húu þá yfir því, að játning sín hefði veH ósönn, og tilkynnti biskupinum af Benu' vais, að hún afturkallaði hana. Þar nie voru örlög Jeanne d’Arc ráðin. Dómstoh' inn úrskurðaði hina tvítugu stúlku sek'1 um galdra, guðsspottun og trúvillu. KiHtj' an lýsti hana í bann, sökum „afturhvaH til syndarinnar", og því næst var huU dæmd til að brennast á báli. Þann 30. maí 1431 var hún flutt á bsejal' torgið í Rouen. Þar hafði trúvillinguba kösturinn verið hlaðinn um nóttina. HiJ1' hverfis var kolsvart, iðandi mannhaf. •A1 ir, sem vettlingi gátu valdið, komu til u vera viðstaddir. Náföl — með dökk augul1 mænandi á krossmarkið, sem presturih11 hélt á loft fyrir framan hana —- s^el® HEIMILISBLA©1'1’ 228

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.