Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1962, Blaðsíða 39

Heimilisblaðið - 01.12.1962, Blaðsíða 39
a kaldan stað. Deigið er rúllað út í lengju a þykkt eins og blýantur, lengjurnar eru siðan skornar í 5 cm löng stykki, sem eru *ögð með nokkru bili á plötuna. Stykkin ®ru flött út með gaffli sem er oft dýft í kveiti. Bakað vjð meðalhita í 10 mín. ^i’emið: Flórsykurinn er síaður með kakói °g hrærist út með heitu vatni. Báðir end- ar á kökunum eru settir ofan í og þær siðan settar á rist þangað til kremið er orðið hart. ☆ Að lokum er hér svo uppskrift af mjög fljótbakaðri tertu. 125 gr smjörlíki 65 gr hveiti 125 gr sykur 65 gr hafragrjón. Smjörlíki og sykur hrærist saman. Hveiti og hafragrjónum hrært út í, deig- ið síðan smurt á tvö tertumót. Bökunartími ca. 5 mín. við góðan hita, og síðan látið kólna, áður en það er tekið af plötunni. Súkkulaðiglasúr er smurður á annan botninn og þeyttur rj ómi og smátt- skornir bananar látnir á milli. Skemmtilegir jólasveinar klipptir út í filt Það eru varla nokkur takmörk fyrir uví hvað hægt er að gera við þessa jóla- sveina. Það má búa til skemmtilegt jóla- ^efgteppi úr hessian-striga, það má búa til riUglóttan dúk — einnig úr hessian- striga — til þess að hafa undir jólatrénu. Það má búa til jólapúða eða klippa þá út í glanspappír og hina á pappa. Það er bezt að nota filt í mismunandi litum, ofur- lítið köflótt léreft, ullargarn í hár og út- saumsgarn í augu og munn. Á þessa mynd má einnig líma útklippt jólatré, rauð hjörtu og stjörnur eins og sýnt er á með- fylgjandi mynd. Góða skemmtun og gleði- leg jól! ÍLISBLAÐIÐ ?59

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.