Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1962, Blaðsíða 24

Heimilisblaðið - 01.12.1962, Blaðsíða 24
< Þessi rúmmáls-myndavél var á alþjóðasýningu í Vínar- borg, þar sem sýnd voru land- mœlingatæki. Þegar umferð- arslys verða, verður ónauðsyn- legt að loka umferðinni, því með þessari vél verður hægt að taka myndir á slysstaðnum og framkvæma síðan aliar mælingar við skrifborðið. Þessi bandaríska skólastúlka á í erfiðleikum með heimadæm- in sín, svo það kemur sér vel að faðir hennar vinnur við rafmagnsheila. Hann sézt aö baki þeirra. Slíkt tæki reiknar hvorki meira né minna en 420.000 tölur á mínútu, svo verkefni telpunnar reiknar það á broti úr sekúndu. > < Kannski verða stálhælarnir leystir af hólmi af hælum með hjóli. Slíkir hælar voru sýndir á sýningu í London síðastliðið vor, og þótt einkennilegt virð- ist vera eru taldar líkur á að þeir nái útbreiðslu. Nýlega er látin í Banda- ríkjunum Elenora Roosevelt, ekkja Franklins D. Roosevelts, fyrrverandi forseta Bandaríkj- anna. Hún vann mikið fyrir allskonar líknartarfsemi. Árið 1939 tók hún á móti 4729 borðgestum, 9211 tegestum, 14056 komu í stórveizlur, en auk þess komu svo árlega 1.320.000 gestir til að skoða Hvíta húsið. Á þessu má sjá hve mikið starf hvílir á for- setafrú Bandarikjanna. — Þau hjónin áttu 4 syni og 1 dótt- ur. > Fimleikamaöurinn Carlos Rosarie, 22 ára gamali kvænt- ist loftfimleikakonunni Tina Paulo, 18 ára. Hér sjást þau fyrir utan kirkjuna, sem vígslan fór fram í. > < í þýzku borginni Dresden, sem varð mjög illa úti í sprengiárásum í styrjöld- inni, hefur verið byggt nýtt listasafn á rústum þess gamla. Fólk streymir nú aftur að til að sjá hina gömlu listadýr- gripi, þ. á m.'hina frægu sixt- insku madonnu Rafaels. 244 heimilisblaðiI)

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.