Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1962, Blaðsíða 32

Heimilisblaðið - 01.12.1962, Blaðsíða 32
„Það er ekkert, herra lögregluþjónn,“ sagði Henry fljótmæltur. „Konan mín hef- ur hlaupizt á burt frá mér, og ég er kom- inn til að fara með hana heim.“ „Konan yðar, ó, já!“ „Hvaða vitleysa,“ hrópaði hái maður- inn. „Hvað er hér á seyði?“ sagði einn þeirra, sem safnazt höfðu umhverfis þau. „Æ, elsku Henry minn,“ hrópaði Alice, sem nú var að átta sig. „Ég er fegin því, að þú ert kominn. Ég skal aldrei gera þetta aftur.“ Nú var röðin komin að Henry að verða hissa, því að Alice stökk upp um háls hon- um og kyssti hann fyrir allra augum af miklum ástríðuhita. Sýndi hún frábæra leikhæfileika í þessu hlutverki sínu. „Og hverjir eruð þið?“ spurði lögreglu- þjónninn mennina tvo, sem stóðu þarna eins og aular. Þegar nánar var að gáð, var auðvelt að sjá, að þetta voru glæpamenn af verstu tegund. „Satt bezt að segja,“ sagði sá hærri vandræðalega, „við höfum ekkert gert af okkur og viljum fara heim.“ „Hvers vegna? Af því að ég segi það?“ sagði lögregluþjónninn hranalega. Hann virtist ekki hafa hina réttu framgöngu þjóns laganna, því að þeir eru vanir að koma fram af kurteisi og beita myndug- leik sínum með hógværð. Henry virti því lögregluþjóninn betur fyrir sér, og honum brá stórlega, þegar hann sá, að númerið á einkennishúfu lögregluþjónsins var 398, en á kraga yfirhafnar hans var 437. Þetta þýddi ekki annað en það, að lög- regluþjónninn gat ekki verið annað en dulbúinn meðlimur í óaldarflokki Nicks. Álit Henrys á Nick og flokki hans hafði vaxið við þetta klógindabragð. En á með- an hélt Alice áfram að leika hlutverk sitt: „Kæri lögregluþjónn," kveinaði hún, „ég vil fá að fara heim með Henry.“ „Þetta er ekki til þess að gera veður út af. — Engar umræður hér!“ „Látið þau í friði,“ sagði einhver góð sál í hópnum við lögregluþjóninn. „Þetta er meiri fjandans bryndrekinn," sagði annar. Henry sneri sér nú að Alice og lagði arminn á axlir hennar eins og hann ætlaS1 að hugga hana. „Vertu ekki að skipta þér af þessu* fallega stúlkan mín, þetta lagast allt san1' an. Kysstu mig bara og segðu, að þú séi fegin að komast heim aftur.“ „Já, það máttu vita,“ sagði Alice lyfti andlitinu upp að honum. Henry beygði sig niður að henni °£ hvíslaði, um leið og hann þóttist kyssa hana: „Vertu tilbúin að hlaupa af stað> þegar ég geng til atlögu.“ Hann sleppti henni og skimaði eftir tsek1' færi til að komast undan. Lögregluþj óh*1' inn var um það bil að ljúka við að dreif11 hópnum, sem safnazt hafði saman, þorpararnir tveir ætluðu að fara að std* sér upp sitt hvoru megin við fórnarlah| sitt og sneru á þessari stundu baki vl Henry. Hann tók um höfuð þeirra begSif og skellti þeim saman af svo miklu aty að þeir féllu á stéttina og lágu þar hrey ingalausir. Um leið beygði Henry sig 111 . ur að handtösku sinni og keyrði hana We laglegri sveiflu undir hökuna á lögreíú þjóninum. Hann féll aftur fyrir sig í götunni eins og fluga, sem velt hefur ve1 ið á bakið. Einhverjir hrópuðu til hans, en eng111 reyndi að hindra för hans, þegar ha11 þaut á harðahlaupum á eftir Alice. Hver^ jum, sem á vegi hans varð, var þeytt hliðar með hrottaskap, sem var alveg el,1_ stakur hjá listfræðingi. Alice hafði hlaal1 ið í áttina að útgönguhliðinu Cour de Rep,ej Þar biðu margir leigubílar. Henry greú1 ^ handlegg Alice, ýtti henni inn í einn É1^11 bílinn og kom sjálfur á eftir. , „Akið til Gare du Nord eins og fj**1 inn sjálfur væri á hælunum á yður. Hjá Gare du Nord skiptu þau um lel^ bíl. Svo virtist, sem enginn elti þau> • pe^‘ varkárni gat aldrei verið óþörf. geá1 bíll ók þeim til Gare d’Orsay. Þar enn sáust engin merki um eftirför, tö þau bíl, sem Henry lét aka til Avenue K ber. Henry og Alice létu fara vel um sií bílsætunum. Allt i emu brosti hún ^ sagði: „Nú lítur svo út, sem þér séuð ‘ nema mig á brott!“ HEIMILISBLA5IÍ) 252

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.