Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1962, Blaðsíða 30

Heimilisblaðið - 01.12.1962, Blaðsíða 30
rykfrakka utan yfir bláum náttfötum. Áræðið þér að vera kyrr í bílnum, meðan ég reyni að kaupa nauðsynlegustu flíkur handa yður?“ Unga stúlkan kinkaði kolli, og Henry þaut af stað í bæinn til innkaupa. Föstu- dagsmarkaðurinn fer fram undir berum himni, svo að fáir viðskiptamenn voru í verzlununum. Tíu mínútum síðar kom hann aftur með stóran pakka. „Hér eru sokkar, skór, kjóll og fleira,“ sagði hann. „Þér getið víst klætt yður í bílnum.“ Þau drógu gluggatjöldin fyrir, og Henry stóð á varðbergi, á meðan unga stúlkan dreif sig í spjarirnar. Svo kom hann bíln- um fyrir í bílskúrnum og greiddi gjald fyrir, til vonar og vara undir fölsku nafni. Hún tók í hönd hans og mælti: „Nú skulum við hlaupa á járnbrautar- stöðina. Vel getur verið, að við komumst undan.“ Henry þreif tösku og teppi og fylgdist með þessum tápmikla förunaut, sem dró hann með sér á hlaupum eftir mjóum sundum bak við dómkirkjuna, framhjá ráðhúsinu og skólanum og inn á járn- brautarstöðina. Þeim var heitt af hlaup- unum, þótt ekki væri komið nema fram í júrií. „Jæja, hingað komumst við,“ sagði hann og þurrkaði svitann af enninu, „en hvert er förinni eiginlega heitið?“ „Ég held, að bezt sé að forðast dr. Paul í París. Ef þér viljið kaupa farmiða þang- að, þá . ..“ Henry Bering virti rauðhærðu fegurð- ardísina fyrir sér og tók ákvörðun í skyndi: „Ég kaupi tvo farmiða. Úr því að ég er nú einu sinni kominn inn í þetta mál, þá get ég ekki yfirgefið yður og ofurselt yður örlögunum . . .“ Hún brosti til hans, svo að skein í hvít- ar tennurnar og sagði: „Þökk fyrir!“ Heppnin var þeim hliðholl. Henry fékk að vita það við farmiðasöluna, að lest færi til Parísar eftir fjórar mínútur. Hann keypti miðana, fór aftur til flóttakonunn- ar og síðan út á stöðvarstéttina. Andar- taki síðar rann lestin inn á stöðina. Þau fundu tóman klefa á fyrsta far- rými. Henry kom tösku og teppi fyrir á fal angursgrindinni. Stúlkan settist gluggann og Henry á móti henni. H11'1 horfði kvíðandi út um gluggann. „Ég sé enn ekkert til ferða dr. Paul e ‘! Nicks,“ sagði hún. „Þeir hafa kániis^ reiknað út, hvað ég mundi gera og fen& flokk Nicks til að framkvæma víðt®^1 leit. .. Við verðum að fara úr á stöð í u borginni og' reyna að læðast inn í Pal ‘ um bakdyrnar, ef svo má segja.“ „Mér þykir leitt að valda yður vonbrté um, en ég var einmit svo hrifinn yfir að þetta var hraðlest, sem stanzar eU ^ fyrr en í St. Lazare í París. Mér er nu u verða ljóst, að það er kannski ekki s'° heppilegt. . . Hvað er þetta eiginlega, sel ég er flæktur í?“ Sú rauðhærða brosti. ^ „Það hljómar nú ótrúlega, en Nick amerískur smyglari, sem fór að stuu eiturlyfjasmygl, þegar vínbannið v numið úr gildi.“ ■ „Já, en hvað í ósköpunum hefur Þeí,g eiturlyfjasmyglari og flokkur hans ult? yður og forsjármann yðar að gera?“ Unga stúlkan yppti öxlum kæruleys" lega. • jg „Æ, það er nú löng saga, en þér e1^ „ vissulega skilið að fá að heyra hana uHa' Henry Bering tók fram í fyrir hel11 ^ „Eigum við ekki að byrja á því að ký1111' okkur. Ég heiti Henry Bering.“ „Og ég heiti Alice Kerlon. Þér eruð lendingur? Mér fannst ég geta greint s lítinn erlendan hreim. Eruð þér Holiel1 ingur?“ „Nei, ég er Dani — og er listfrse' ðiuú éí ur. Ég hef lengi átt heima í París, e11 ^ var núna á leið til Normandí til að sk° ^ gotneskar dómkirkjur. En þær eru kyrrar á sínum stað „Já, en þér eruð nú kominn á rás> skal nú hverfa í París og verða yðui' U ekk’ lengur til byrði. Þér hafið verið fjar^r hjálpsamur, en það eru þó takmörk Ú' ^ því, hvers hægt er að krefjast af bláóku ugum manni.“ „Þegar menn hafa lent saman 1 eins ævintýri og þessu, þá eru þeii' e lengur framandi hvor í annars uu g UI11’ PA11 1P 250 heimilisb

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.