Heimilisblaðið - 01.12.1962, Blaðsíða 25
Þessi Evu-dóttir heldur á
tveim risastórum eplum, sem
sýnd voru á franskri ávaxta-
sýningu. Stærra eplið vó 600
grömm. >
Franski kvikmyndaframleið-
andinn og leikstjórinn Robert
Vadim hefur, eftir skilnað við
tvær leikkonur (Brigitte Bar-
dot og Annette Strpgberg),
leitað trausts hjá hinni ungu
kvikmyndaleikkonu Catherine
Deneuve, sem hann ætlar að
gera fræga sem hinar fyrri.
Hér sjást þau saman við
frumsýningu í Paris. >
< Sjóskíðaíþróttin er mjög
vinsæl víða. Þessi „skíðagarp-
ur“ hefur tekið unnustuna
með í „skíðaferðina" tU þess
að njóta íþróttarinnar betur.
< Það er um að gera að vera
ekki með neinn óþarfa klæðn-
að, þegar maður vegur sig.
Þess vegna hefur þessi fallega
franska stúlka losað sig við
allan þann klæðnað, sem vel-
sæmið leyfir á götu úti, áður
en vogin fellir dóm sinn. Von-
andi getur hún verið ánægð
með þann dóm.
. /
Á Mayfair-hóteli í London
hefur forstofunni og einum
salnum verið breytt á banda-
ríska vísu. Þetta er liður i aug-
lýsingaherferð fyrir Manhatt-
an-ilmvatni, sem vinna á
markað fyrir í Englandi. Til
þess að gera þetta ennþá
meira sannfærandi var lög-
regluþjónn frá New York lát-
inn vísa gestum leið. >
< Með lögum frá 1940 voru
öll hjónabönd, sem færu fram
í þorpssmiðjunni í Gretna
Green eftir þann tíma, gerð
ógild. En þrátt fyrir það leggja
mörg brúðhjón leið sína þang-
að til þess að láta smiðinn,
Richard Rennison „gefa sig
sarnan" áður en lögleg hjóna-
vígsla fer fram. Hér eru
franskir elskendur að rétta
hvoru öðru hönd í gegnum
skeifu, á meðan smiðurinn
kyssir brúðina. Siðvenja, sem
hann hefur framkvæmt meira
en 5000 sinnum.
^ElMlLISBLAÐIÐ
245