Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1962, Blaðsíða 36

Heimilisblaðið - 01.12.1962, Blaðsíða 36
var innilokuð á hælinu hjá dr. Paul, og var algerlega ófrjáls. Ég var lögð þar inn í desember í fyrra og er búin að vera þar sex mánuði. Nú er 11. júní, og ég slapp í fyrrinótt, þegar klukkuna vantaði kortér í tólf.“ „í bláum náttfötum og svörtum skóm með háum, rauðum hælum!“ „ Já, ég átti einskis annars úrkosta. Lengi var ég búin að undirbúa flóttann. Allt var undir því komið, hver var á verði og hvort sérstakar dyr stóðu opnar eða voru lokað- ar. Einnig hvort ég gæti gefið Gaby svo vel útilátið högg, að hún félli í rot. Mér til mikillar gleði þá tókst það. Nú er hún með stóra kúlu.“ „Hvers vegna tókuð þér ekki föt henn- ar?“ skaut Henry inn í. „Til þess var enginn tími. Ég varð að hlaupa af stað eins og ég stóð, og það get ég fullvissað yður um, að ég skalf af kulda í nótt, þótt kominn sé júnímánuður. Ég hljóp og hljóp, þangað til annar skórinn rifnaði og ég reif mig til blóðs. Ég vissi heldur ekki vel, hvar ég var stödd. Loks var ég komin í lítið rjóður við Everaux- veginn og gat falið mig í skógarjaðrinum. Þegar lýsti af degi, sá ég, að ég hafði hlaupið í hring eins og hver annar asni. Ég hefði getað öskrað af öllum lífs og sálarkröftum. Ég var glorsoltin, hálfnak- in og vissi hvorki, hvað ég átti að gera né í hvaða átt halda skyldi. Þar við bættist, að ég hafði hvorki mat né peninga. Gat ég því ekki orðið mér úti um mat né föt. Og vopnlaus var ég.“ „Nema þá útlit yðar,“ skaut Henry inn í með aðdáun. En Alice svaraði brosandi: „Til að hræða fólk með því?“ „Nei, til sönnunar algerum heiðarleik og sannsögli yðar.“ „Þetta var vel sagt af yður. En þér eruð nú líka piparsveinn og hafið þá sennilega haft nóga æfingu í þessum efnum?“ Henry brosti vandræðalega og hvatti hana til að halda áfram með sögu sína. „Ég fann lausn á vandamálinu, þegar þér stönzuðuð bílinn við veitingakrána í skógarjaðrinum til að drekka eplavínið. Ég skaut mér inn í bílinn og fann þar ryk- frakkann til að skýla mér með, og fram- haldið þekkið þér.“ „Já, nema það, hvað þér ætlið nú að gera?“ Hún kinkaði kolli. „Já, ég er líka að hugsa um það. Er ég nauðbeygð til að vera á flótta undan dr. Paul, það sem eftir er ævinnar? Ef svo fer, þá fæ ég ekki einu sinni þessar tvó þúsund gíneur. Og úr því að við erum að ræða um peninga, viljið þér lána mei nokkra fjárhæð? Ég hef ekkert utan yf'1 mig nema þetta smáræði, sem þér keyptuð í Evreux, og svo bláu náttfötin, ef þau eru þá enn í bílnum í Evreux.“ „Sjálfsagt,“ svaraði Henry. Hvað vilji® þér mikið?“ Er nóg fyrir yður að fá eim1 þúsund franka seðil að sinni?“ „0, já, ég þarf að kaupa ýmislegt smm vegis, svo sem brjóstahaldara, sem Þel gleymduð í Evreux, hreinlætisáhöld og fleira þess konar.“ „Þér vitið það bezt sjálf. En kaupið líka hlýjan fatnað, og ég held það sé bezt fyrir yður að halda hér kyrru fyrir um sinn.“ „Hér? Ein með yður?“ „Já, þér getið verið örugg hér.“ Alice leit á hann stórum augum, brosb lítið eitt og sagði hikandi: „Það vona ég- Allt í einu leit hún upp og sagði: „^11 verðið þér ekki að taka tillit til, hvað aði' ir íbúar þessa húss segja, ef þér látið m1# búa hér?“ „Nei, það eru nokkrar íbúðir hér fy1’11 piparkarla, og það er ekki í fyrsta sim1’ sem dyravörðurinn sér stúlku koma til 11. gera þeim lífið léttbærara. Ég þekki ekk1 aðra íbúa hér og umgengst engan þeii’1’3' En þetta er ekki svo þægilegt fyrir yðu1, Ég ætlaði að fara í þriggja vikna ferð 11111 Normandí, til að skoða dómkirkjui', þess vegna hafði ég gefið Jules frí, en hm111 er bryti, þjónn, matsveinn, vinur minn vitringur, svo að hann gæti dvalizt W® konu sinni, sem rekur krá í Asniéres. V1 verðum að búa um rúmin og matreiða, réttara sagt þér verðið að gera það, ÞV1 a ég er því lítt vanur.“ „Ég skal matreiða, en hafið þér fv° rúm?“ 256 HEIMILISBLAP1®

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.