Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1962, Blaðsíða 6

Heimilisblaðið - 01.12.1962, Blaðsíða 6
taka við heilögum herradómi yðar og sýna þar með öllum, að þér eruð hinn sanni drottnari Frakklands.“ 1 Reims stóð stúlkan frá Domremy á há- tindi lífsskeiðs síns fram til þessa. Hún hafði framkvæmt vilja Guðs. Og hún ætl- aði að halda áfram, í þjónustu Hans. Áður en hún steig á bak hesti sínum, til að halda til Orléans með hersveit sína, skrifaði hún bréf til Bretakonungs, fullt af velvild og trúnaðartrausti. „Afhendið lyklana að öll- um þeim bæjum og borgum, sem herir yðar hafa sigrað í Frakklandi — jómfrúnni, sem send er af Guði, konungi himinsins. Ég er herforingi, og hvar sem ég fyrir- hitti hersveitir yðar mun ég hrekja þær á brott!“ Að lokinni krýningunni í Reims, flykkt- ist mikill hluti Norður-Frakklands utan um hinn nýkrýnda konung. Nú beindist augu Jeanne d’Arc að París. Hún var full brennandi áhuga á að halda frelsunarverkinu áfram, og höfuðborgin var næsti áfangi hennar og takmark. — „Ég vil sjá París úr meiri nálægð en ég hef séð hana hingað til,“ sagði hún. En Parísarbúar áttu aldrei eftir að sjá stúlkuna frá Domremy. Tími vonbrigð- anna var skammt undan. Hinir furðulegu sigrar Jeanne höfðu komið öfundinni af stað. Við hirð Karls 7. voru ýmsir menn, sem sáu sitt óvænna við hinn skyndilega uppgang hennar, og þeir ætluðu sér ekki að láta þannig viðgangast. Undir forustu La Trémouilles spunnu þeir upp mikinn blekkingavef, í því skyni að hindra Jeanne á sigurbraut hennar. Konungurinn var aft- ur fallinn í sitt fyrra værðarmók, og sam- úð hans með mærinni af Orléans tók að kólna. Hún hafði lagt fyrir hann starfs- grundvöllinn, og nú fannst honum hann geta allt sjálfur, án hennar aðstoðar. Hann ætlaði sér ekki að hlíta forustu Jeanne lengur. Sá maður, sem án hennar atfylgis hefði ef til vill orðið að farand- beiningamanni, fann nú til auðmýkingar af því að vera háður henni á nokkurn hátt. Konungur tók því að leggja eyrun við til- lögum hirðarinnar um friðarsamning og slagtog við hertogann af Búrgúnd. Þetta fannst honum ekki lengur svo afleit hug- 220 mynd. Þegar staða hans sjálfs í ríkinu vat orðin örugg, hlaut hann að geta beitt set meira gegn kænsku Filips. Þess vegna vai' hann reiðubúinn að athuga þennan mögu- leika gaumgæfilega. — Óneitanlega voru hersveitir sendar geg11 París, en borgin varðist og umsátrið hafð1 enga þýðingu. Auk þess særðist mærin af Orléans af örvarskoti, og eftir það vent} kóngur kvæði sínu í kross. Hann skipað1 svo fyrir, að hersveitirnar væru dregnal til baka. Jeanne skoraði á hann að hald11 áfram umsátrinu. Hún beitti öllum sínun1 viljastyrk, allri ræðusnilld sinni og sann- færingarkrafti; öllu því harðfylgi, seU1 trúin um hina guðlegu köllun hennar veitt1 henni. En allt var árangurslaust. Hún neyddist til að fylgja konunginun1 á undanhaldinu. Þessum „æruverðuga koU' ungi“, sem hún hafði fengið krýndan 1 Reims, — og var í rauninni einn sá aun1' asti og fyrirlitlegasti þeirra manna, sen1 borið hafa konungskórónu. í stað þess a styðja hana, hafði hann á allan hátt rej'11, að auka á erfiðleika hennar. Hann haf&1 farið á bak við hana og samið við óvinina > og brú, sem Jeanne hafði látið smíða yf11 Signu, hafði hann fyrirskipað á laun 3 láta rífa niður. Samt sem áður var borin mikil virðin# fyrir mærinni frá Orleans. Henni voru gefin verðmæt klæði og hertygi af ful' komnustu tegund, og Jeanne tók þakkia við öllum gjöfunum. Hún var nægile^ mikill kvenmaður til að hafa gaman 3 öllu skrauti. Aftur á móti var það hen1 til sárrar raunar að þurfa að bíða el . fyrirmælum konungsins um að taka aftu upp baráttuna fyrir Guð og ættjörðina. Á meðan þessu fór fram, spann in vef sinn, og á slíkt makk bar sve1 stúlkan frá Domremy ekkert skyn. Rún var vingjarnleg við alla, sem létu 1 ^ skilning á guðlegu hlutverki og vilja, so1^. Frakklands og hennar eigin verki. Þar n1 komst hún einnig í samband við mel1^’ sem Karl 7. taldi til verstu óvina sin1 Jeanne laut þeim örlögum, sem svo ma. . g hafa orðið að lúta fyrr og síðar, er vi^f. hafa hið bezta: hún villtist í völundarh1113 stjórnmálarefjanna. HEIMILISBLApIÍ)

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.