Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1962, Side 16

Heimilisblaðið - 01.12.1962, Side 16
aðrir vinir . . — og lag, sem ég hef sam- ið, Ave Maria.“ D’Artega er kaþólskur, og þegar lög- regluþjónarnir voru farnir, ók hann til kirkju, þar sem hann var oft við messu. Hann gekk inn í þögla og dimma kirkj- una og beint að styttu St. Antoniusar. Hann var lengi í kirkjunni og bað til þessa dýrlings, sem hefur orð á sér fyrir að rétta hjálpandi hönd, þegar maður hefur týnt einhverju verðmætu. Á meðan þessu fór fram, var Jim Lacey staddur í ruslalegu herbergi sínu og var að tæma ferðatöskurnar. Hann gæti vafalaust fengið peninga fyrir fötin. En hvað átti hann að gera við þetta nótnarusl? Lacey tók upp nokkur nótnablöð, leit á þau og, og kastaði þeim reiðilega frá sér... Svo vafði hann fötin saman og fór til veðlán- ara í nágrenninu — veðlánara sem ekki spurði of mikið, og bakdyr hans stóðu opn- ar alla nóttina fyrir „viðskiptavini“. Hann kom þaðan með sjö veðlánsseðla og 140 dollara í vasanum. Þegar hann kom heim, tók hann fram tvo gamla poka og byrjaði að troða nótna- blöðunum niður í þá, en skyndilega rak hann augun í nokkur orð, sem hann hafði séð áður: Ave Maria. Hann stóð grafkyrr með nótnablaðið í höndunum, og minntist allt í einu drengjaáranna heima í Chicago, minntist söngtímanna í skólanum og gat í huganum hlustað á kór, sem söng Ave Maria, og heyrði undirspil orgelsins. Hann lagði nótnablaðið frá sér og tók annað. Hann las: „Þótt allir aðrir vinir svíki mig 1 neyð minni, þá fann ég vináttu þína, Herra, og þú raufst hana aldrei.“ Þarna var einnig hljómleikaprógramm og mynd framan á því. Myndin var af manninum, sem hann hafði stolið frá. Og þarna stóð nafnið: Alfonso D’Artega. Lacey setti nótnablöðin tvö niður í skúffu. Afganginum tróð hannípokana og hvarf út í nóttina með þá. Hálftíma seinna kom hann aftur. Hann lá lengi í myrkr- inu. Hugsaði og minntist... Þegar frú Hetty Braine, sem var ekkja eftir píanóleikara og tónskáld, kom á sunnudagsmorgni út úr íbúð sinni, sem var stutt frá híbýlum Laceys, stöðvaði dyravarðarkonan hana. „Hafið þér séð all' ar nóturnar, sem einhver hefur hent út-'1 spurði hún og benti með nótnabók á pok' ana tvo, sem lágu við hliðina á öskutunH' unum. Hún vissi að sonur frú Braine vai píanóleikari. „Sonur yðar getur ef til vin notað eitthvað af þessu,“ sagði hún. „Kærar þakkir, ég skal segja honum fr^ þessu,“ svaraði frú Braine, en hún hafð| ekki haft tíma til þess, þegar hún hlustað1 á útvarpsfréttirnar kl. 11. Og þar heyfð1 hún alla frásögnina um hinar stolnu nótu1 D’Artegas. Frú Braine og sonur hennar komu nót' unum strax á öruggan stað og létu lö£' regluna vita. Skömmu síðar kom D’Arteg^ sjálfur til að færa þeim þakkir sínar. meðan þau töluðu saman sáu æfð aug11 hans, að hann var staddur á músikölsku heimili, og frú Braine útskýrði, að maðu1 hennar hefði verið tónskáld. „Hér er bezta verkið hans — verk, sem hann kallað1 S.O.S.,“ sagði hún og rétti D’Artega verk' ið. D’Artega las það vandlega yfir. Síða11 sagði hann: „Það er framúrskarandi S°t; Mig myndi langa til að fá að flytja það 3 hljómleikunum í Buffalo, og þér og sonU ( yðar komið með mér, sem gestir mínir’ Nokkrum kvöldum síðar sat ekkja toH' káldsins með tárin í augunum og hlustaði a hvernig áheyrendurnir í Buffalo hyl^11 hljómlist mannsins hennar. Lacey hafði lesið í blöðunum um nsetu1 heimsókn D’Artegas í kirkjuna og um bse11 hans til St. Antoniusar. Hann náði í 110 urnar og las orðin aftur. Nokkrum vikum seinna fékk D’Artefi^ bréf með sjö lánaseðlum. í bréfinu stó ; „Mér þykir ákaflega leitt, að ég skyl brjótast inn í bifreið yðar og hafa valu1 yður öllum þessum óþægindum. Stundu verða þó hin slæmu verk okkar til einhve góðs — þessi nótt varð sú síðasta, sem e vann sem þjófur. Ég er búinn að fú ® vinnu, og lifi nú heiðarlegu lífi.“ Bréf1^ arinn — hann skrifaði aðeins „J. L“, 1,11 ir — bætti við að Ave Maria og litli sú*111 urinn hefðu komið honum til að hugsu 11 sunnudaga bernsku sinnar í kirkju11^ „Nú er ég aftur farinn að sækja messu. HEIMILI SBLA®1*’ 236

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.