Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1964, Blaðsíða 4

Heimilisblaðið - 01.01.1964, Blaðsíða 4
daga samfleytt, en át eins og aðrir menn í 5—6 vikur þess í milli. Af öðrum sveltimeisturum frá sama tíma má nefna Danann Cetti og ítalann Merlatti, sem ferðuðust í fimm ár sam- fleytt um Frakkland þvert og endilangt á vegum blaðsins Figaro. Síðan heyrðist ekkert um sveltimeistara af slíku tagi, fyrr en veturinn 1925, að Þjóðverji einn, sem kallaði sig Jolly, sett- ist að í veitingahúsinu Zum Krokodil í Berlín. I miðju veitingahúsinu var komið fyrir skáp, sem stóð á þrem hálfmetershá- um fótum. Skápur þessi var þrír metrar á hæð, metri að lengd, og metri á breidd, gerður úr gleri nema þakið, sem gert var úr flugnaneti, loftræstingar vegna. Á hlið hans voru dyr, sem í upphafi föstunnar voru rammlega læstar og innsiglaðar af opinberum eftirlitsmanni. Vandlega var svo um búið, að ekki væri hægt að smygla svo miklu sem einum sykurmola inn til Jollys á meðan hann væri í skápnum. í skápnum var komið fyrir legubekk með teppum, einnig borði með nokkrum bókum og blöðum. Á gólfinu voru fáein lóð, 10—50 kíló að þyngd, sem Jolly skyldi nota til að sýna áhorfendum áhrif föstunn- ar á líkamsþrek hans, — og svo það nauð- synlegasta: nokkrir kassar af sódavatni, ásamt sígarettum og eldspýtum. Gegnum gólfið var stungið járnröri með trekt að ofanverðu, en vatnsfötu neðanundir. Fjórða hvern dag opnaði eftirlitsmað- urinn dyrnar, og læknir og rannsóknar- nefnd athugaði ástand Jollys og sáu um, að hann fengi nóg af sígarettum og sóda- vatni. Á hverjum degi lét Jolly áhorfendur vita, hvernig fastan gengi. Hann viður- kenndi, að fyrsta daginn hefði hún kvelj- andi áhrif á hann; næsta morgun langaði hann enn í mat, en síðan hyrfi sér með öllu matarlöngunin. Af hinum daglegu æfingum með lóðin að dæma, hafði fastan engin áhrif á líkams- þrek hans. Hinsvegar olli andleg áreynsla — einkum þó lestur — meiri og minni erf- iðleikum. Þetta kom mönnum spánskt fyrir sjónir, því að almenningur ímyndar sér einmitt hið gagnstæða. Jafnvel lærðir menn hafa haldið því fram, að heilinn starfi bezt, þegar svolítið garnagaul fær að leika undir. Tilraun Jollys vakti óhemju athygli, og fólk streymdi í löngum röðum til Zum Krokodil. En eftir 25 daga lét lögreglan loka veitingahúsinu, þar sem maður nokk- ur hafði — með réttu eða röngu — stað- hæft, að skápur Jollys væri ekki eins þétt- ur og af væri látið, og að skúrkurinn hefði innibyrgt á degi hverjum ekki svo lítið magn af súkkulaði! Sama ár fór þýzk-indverskur maður, Sidi Hassan að nafni, í sultarkúr í þrjátíu og sex daga í Stokkhólmi. Og á brezku skemmtiferðaskipunum Blackpool, Rams- gate o. fl. eru einatt sveltimeistarar til sýnis. Fyrir nokkrum árum fóru nývígð hjón jafnvel í brúðkaupsferð í þannig sveltiskáp — hún í brúðarkjólnum og hann í kjól og hvítu — og tókst að svelta í samfleytt þrjátíu og átta daga! Hvað sem menn segja um sveltimeistara af þessu tagi, færa þeir frekar sönnur á en hitt, að föstur séu hollar að vissu marki, en slíkt hafa ýmsir heimsfrægir menn stað- hæft, eins og t. d. Upton Sinclair. Hann kallar föstuna „öryggisventil móður nátt- úru gegn öllum sjúkdómum.“ Má vera, að Upton Sinclair sé einum um of bjartsýnn á ágæti föstunnar, en gegn ýmsum sjúkdómum — einkum í þörmun- um — getur hún haft sitt að segja til að lækna bæði kirtla og vefi; það er sannað mál. FORN KINVERSK SPEKI Á dyrum fangelsisins standa fjögur orð: „Þú iðrast of seint“. Ef þú vilt hætta að drekka, þá virtu fyrir þér drukkinn mann. Tíminn er eins og örvarskot. Örsmá steinvala getur splundrað stóru keri. Gangi maður aldrei upp á hæðina, sér mað- ur aldrei yfir sléttuna. 4 HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.