Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1964, Blaðsíða 31

Heimilisblaðið - 01.01.1964, Blaðsíða 31
veg, sem lá í mjúkum bugðum upp eftir. Hann þráði að komast heim og segja sín- um nánustu frá þeirri miklu hamingju, er honum hafði hlotnazt. Að vísu mundi faðir hans koma með einhverjar athugasemdir. Til þess hafði hann fullan rétt. En hann vissi að honum gekk ekki annað til en ást á syninum. Hann fékk þó ekki tækifæri til að létta á hjarta sínu. Þegar Michael kom að bænum, sat félagi hans Andrea Haberer þar fyrir. Hann gat ekki leyst frá skjóðunni að honum áheyrandi. Eftir að Michael og Andrea höfðu skipzt á kveðjum, kom Pankraz gamli út um bæj- ardyrnar. „Þar ertu loksins kominn, Michael. — Guði sé lof, að þú ert heill á húfi. Það er ekki svo einfalt að klífa svo hættulegt fjall með konu. En veðrið hefur haldizt." „Já, það er dásamlegt, pabbi. Þú veizt sjálfur hversu Ijómandi útsýni er af tind- inum. Og ungfrú Amstetten stóð sig sann- arlega vel. Ég hefði ekki trúað því að óreyndu." Um atvikið við jökulsprunguna þagði hann. Enginn skyldi fá að vita hversu nærri lá að illa færi. Hamingjan sem á eftir fylgdi, máði alveg út minn- inguna um þetta hræðilega atvik. „Ef þér er sama, pabbi, vildi ég gjarna fara yfir um til hótelsins í dag. Það var fólk að spyrja eftir mér þar, og ég vildi helzt vera á staðnum í býtið í fyrramálið. Pyngjan okkar mætti víst gjarna þyngjast. Húsþak- ið þarf bráðlega á lagfæringu að halda.“ „Já, þú hefur á réttu að standa,“ sagði faðirinn, dálítið hissa. „Jæja þá, góða nótt,“ sagði Michael, og hljóp af stað niður fjallið. „Michael liggur á í dag,“ sagði Pan- kraz með undrun. Hann átti því ekki að venjast, að drengurinn sæktist eftir að komast til þorpsins. Andrea var þögull. Michael hljóp niður hagann, eins og hann væri á eftir hinni dýrmætustu bráð. Hefði hann vitað hvað á meðan fór fram í Hótel Poner, hefði hann sennilega farið sér hægara; meira að segja líklega snúið við. En það var enginn til að segja hon- um það. Með ferðahópnum hafði komið mjög glæsilegur ungur maður, með stál- blá augu, sem gátu orðið hvöss, sinastælt- ur og fjaðurmagnaður og sleppti ógjarna því, sem hann hafði fest hönd á. Lutz Mergentheim var loftsiglingafræð- ingur, og hafði rekizt þangað með ferða- hópnum af tilviljun. Hann hafði fengið orlof óvænt, og ekki almennilega vitað, hvað hann ætti af sér að gera. Sjálfsagt væru öll hótelrúm upptekin, og hann hafði enga löngun til að hafast við í tjaldi. Er hann gekk inn í borðsalinn, vísaði þjónninn honum til sætis við borðið, sem ísabella og faðir hennar sátu við. Þar voru enn tvö sæti laus. „Afsakið", sagði Mergentheim kurteis- lega. Um leið varð honum litið í hið ein- þykka andlit ísabellu. Augnaráð hennar og hans mættust í eina sekúndu, en síðan lét hann eins og hann hefði varla tekið eftir henni. Hann kynnti sig: „Lutz Mergentheim. Leyfist mér að sitja við þetta borð?“ „Sjálfsagt, ef þér getið gert yður það að góðu,“ svaraði Amstetten og nefndi nafn sitt. „Ég hef heyrt yðar getið,“ hélt Mergent- heim áfram, meðan þjónninn þjónaði þeim til borðs, án þess að gera minnsta hávaða. „Ég er orðinn gamall í hettunni sem vís- indamaður. Ef til vill fáizt þér einnig við jarðf ræðirannsóknir ?“ „Nei, alls ekki. Ég er flugmaður og fjalla um tækninýjungar." „Einmitt það. Þá hafið þér ábyggilega frá mörgu að segja.“ Amstetten leit á dóttur sína: „Dóttir mín,“ sagði hann, og röddin bar vott um föðurlegt stolt. Mergentheim hneigði sig og settist. „Afsakið, að ég held áfram að borða. Mér fellur ekki að réttirnir kólni.“ „Það skil ég fullkomlega, herra prófess- or. Hversu lengi hafið þér dvalið hérna?" „Aðeins í nokkra daga. Ég leita eftir sjaldgæfum steinum og dóttir mín fer ann- að slagið í fjallgöngur. í gær var hún uppi á Monte Christallo." Að vísu hafði hinn ungi flugmaður enn litla hugmynd um fjallið en leit þó spyrj- andi á ísabellu. „Vissulega,“ endurtók hún, „ég var í HEIMILISBLAÐIÐ 31

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.