Heimilisblaðið - 01.01.1964, Blaðsíða 21
og af beizkum möndlum barst út, og lækn-
irinn hneig niður á skrifborðið.
„Blásýra,“ sagði Barreaux stuttaralega,
sneri höfði læknisins og ýtti upp öðru
augnalokinu. „Já, þessu bjóst ég við. Jæja,
það var kannski bezt. Þetta hefði orðið
ógurlegt hneyksli, ef hann hefði lifað. Nú
er hægt að flytja alla þessa litlu bófa til
Guyana án nokkurs gauragangs.“
Þetta var eina útfararæðan, sem hald-
in var yfir dr. Paul.
Daginn eftir varð Alice lögráða og gerði
þá formlega kröfu til arfsins. Síðdegis
voru þau Alice og Henry gefin saman í
hjónaband á lítilli og sérkennilegri skrif-
stofu borgararstjórans í Asniéres, því að
matarveizlan átti að sjálfsögðu að fara
fram í veitingahúsinu, sem kona Jules
hafði rekið, meðan Henry hafði ekki vilj-
að hafa konur í heimilishaldi sínu. Með
stuttum fyrirvara hafði heppnazt að ná
saman öllum þeim, sem tekið höfðu þátt
í þessum æsandi eltingaleik. De la Chalon-
ne, greifaynja frá Sainte-Luzanne, sat við
hliðina á útfararstjóranum frá Neuilly og
Gaby, sem með hálfum huga hafði komið
í boðið, þar sem hún leit á það sem opin-
bera viðurkenningu á breyttri afstöðu
hennar, — hún sat við hliðina á Jean
Monier. En það var greifaynjan, sem
sagði lausnarorðið í lítilli ræðu, sem beint
var til hins nýorðna eiginmanns:
„Já, Henry,“ mælti hún, „flestir karl-
menn vilja gera allt peninganna vegna
og margir vilja gera allt fyrir unnustu
sína, svo að það er ekki að furða, þótt
þér vilduð gera heilmikið til þess að hljóta
hvort tveggja.“
Alice greip hönd Henrys undir borð-
dúknum.
„Það var aðeins vegna unnustu þinnar,
sem þú gerðir það. Er það ekki rétt, elsku
vinur?“
Henry þrýsti hönd hennar og kinkaði
kolli.
(Endir.)
Enda þótt mikil ólga sé inn-
byrðis víða i Afríku, nýtur
litli dahomey-drengurinn frið-
ar í hvílupokanum við hrygg
móður sinnar. Dahomeyríki er
í Vestur-Afríku, við Guine-
flóa, 118.000 ferkm., íbúar 1.7
milljón, var áður frönsk ný-
lenda.
í Frakklandi er nú verið að
gera kvikmynd af lífi Henriks
II, hertogamnn frá Guise og
hinum verðandi Henrik IV. Ný
leikkona, Jaoqueline Danno
leikur Catherine de Cleves,
konu hertogans frá Guise.
HEIMILISBLAÐIÐ
21