Heimilisblaðið - 01.01.1964, Blaðsíða 22
Þessi fagra Indiánastúlka er i
raun og veru franska leikkon-
an Marie Versini, sem hefur
lokið við leik sinn í mynd-
inni „Winctan", sem er gerð
eftir sögu þýzka rithöfundarins
Karls May. Myndin er tekin í
Júgóslavíu. Marie Versini leik-
ur í myndinni höfðingjadóttur
af apache-ættstofninum, sem
deyr af ást, sem hún ber til
hvíts manns (Lex Barker).
Stella Zelcher var þrettán ára,
hún stóð og var að skoða um-
slög utan af hljómplötum og
lesa nöfn söngvaranna á þeim.
Hún sagði við sjálfa sig: Hvers
vegna stendur ekki nafnið mitt
utan á plötunum? Og það leið
ekki á löngu þar til hún fékk
að syngja inn á hljómplötu,
og lagið hét einmitt: „Hvers
vegna ekki ég?“ Það varð svo
vinsælt, að nú er Stella litla
uppáhald franskra ungllnga.
Franska kvikmyndastjarnan
Martine Carol, sem er kunn
fyrir áhuga sinn á öllu sem
kemur frá Tahiti, sést hér
dansa polynesiskan dans,
Tamoure, við hátíðahald í
Nissa.
Saroya, fyrrverandi drottning í
Persíu, er ætíö umkringd ljós-
myndurum hvar sem hún
kemur, og ekki sizt nú eftir að
hún hefur gert heyrin kunn-
ugt, að hún ætli að ganga í
hjónaband með þýzka leikar-
anum Maximilian Schell. Sa-
roya fullyrðir, að hún sé ham-
ingjusamasta kona heims og
fyrst nú hafi líf hennar til-
gang. Hún hefur fengið leyfi
keisarans, en missir jafnframt
mánaðarlegan lífeyri að upp-
hæð 160.000,00 krónur. — Um
þessar mundir er hún að leika
í Ítalíu í kvikmyndinni Katrín
mikla.
Hin fagra franska kvikmynda-
leikkona Michele Mercier, sem
leikur í ítölskum kvikmyndum,
heldur jólin á heimili sinu í
Róm. Hér er hún að skreyta
jólatréð sitt. í Róm er Michele
kölluð „hin franska Lollobrig-
ida“ vegna þess hve mjög hún
líkist hínni ítölsku kvikmynda-
stjörnu.
22
HEIMILISBLAÐIÐ