Heimilisblaðið - 01.01.1964, Blaðsíða 32
rauninni þar uppi á fjallinu ásamt leið-
sögumanni, án hans verður ekki komizt
af.“
„Ég ætla að klífa einn tind. Fyrir mig
er aldrei of mikil áhætta. Ég hef alltaf
yfirunnið þær.“ Hinir þróttmiklu andlits-
drættir Mergentheims sýndu, að þetta
voru ekki innantóm orð og kokhreysti.
Hann var augsýnilega maður, sem ekkert
hræddist, en mundi mæta hverri hættu
með ískaldri ró.
ísabella starði undrandi á hann meðan
hún borðaði súpuna með skeið, sem þjónn-
inn hafði fært henni. Fyrir framan hana
stóð hinn girnilegasti kjötréttur, sem hún
gaf þó ekki hinn minnsta gaum. Hinn ungi
verkfræðingur vakti nú meiri áhuga henn-
ar en nokkuð annað. Það sem hún dáðist að
nú þegar hjá Michael, hafði þessi mað-
ur allt til að bera í enn ríkari mæli. En
hann hafði auk þess annað sem hún girnt-
ist: álit, stöðu og fé, að minnsta kosti
var svo að sjá. Hvers virði var leiðsögu-
mannsbjálfi andspænis slíkum manni?
Hann hafði unnið hana með áhlaupi, og
henni líkaði það vel. í fyrsta skipti kynnt-
ist hún manni, sem var svo miklu sterk-
ari en hún.
En ísabellu grunaði ekki, hversu djúpt
Michael var sokkinn. Hvert orð sem hún
sagði var sannleikur fyrir honum. Hann
hugsaði aðeins um hana og hvenær hon-
um auðnaðist að lykja hana í örmum sín-
um. Augnaráð hennar hafði heillað hann
svo mjög, að hann hefði yfirunnið hvaða
hindrun sem var til að fá að líta aftur og
aftur í þessi dulúðgu augu.
Þannig hafði Michael, þótt hann héldi
sig í nálægð hótelsins allan daginn, enga
möguleika til að ná tali af henni. Árang-
urslaust beið hann til kvölds. Óróleiki
hans jókst með hverri stundinni sem leið.
Michael gat ómögulega skilið af hverju
hún kom ekki. Hún hafði sjálf talað um
ást sína og smeygt sér í arma hans og tal-
að um sameiginlega framtíð. Honum hafði
fundizt hann vera konungur þarna í ásýnd
klettanna og skriðjökulsins, eiga þetta allt
og hina fegurstu stúlku. Hann faldi sig
bak við hjall og beið þess að Mercedesbíll-
inn kæmi með konuna, sem hann elskaði.
Allt í einu heyrðist í flautu, og bíll nálg-
aðist á fleygiferð. Isabella sat undir stýri
og við hlið hennar Mergentheim. Prófess-
orinn sat aftur í. Hann virtist sofa, sem
ekki var að furða eftir þann hita sem verið
hafði um daginn.
Isabella stöðvaði vagninn og stökk út.
Samstundis var Mergentheim kominn að
hlið hennar. Hann greip hönd hennar
beygði sig yfir hana og þrýsti á hana
kossi. Sigurbros lék um hálfopnar varir
stúlkunnar. „Hvenær fæ ég að sjá þig
aftur, ástin?“ spurði Mergentheim áköf-
um rómi. „Ég geri ráð fyrir að koma til
kvöldverðar eftir hálftíma. Vonandi hef-
ur kokkurinn eitthvað gott upp á að bjóða.“
Augu hennar brostu við honum.
„Þú ert dásamlegur Lutz“, sagði hún.
„Vonandi heldur þú áfram að álíta það.“
Hann kunni að umgangast konur eins og
ísabellu. Aðdráttarafl hennar fékk hann
ekki staðizt.
Michael hafði heyrt þetta stutta samtal.
ísabella mundi verða ein í herbergi sínu
í hálftíma. Honum mundu nægja fáeinar
mínútur til að segja það sem honum bjó í
brjósti. Hann þrýsti sér í skyndi upp að
skúrveggnum, hljóp yfir litla kálgarðinn
og skauzt síðan fyrir hornið og inn um
aðaldyr hótelsins þar sem örfáar hræður
stóðu og þaut upp stigann upp á fyrstu
hæð. Þar faldi hann sig bak við einn
þvottaskápinn, sem stóð á rúmgóðum gang-
inum. Hann varð að bíða þar til ísabella
væri gengin til herbergis síns, því nú var
það ábyggilega lokað. Hann vildi heldur
ekki ryðjast inn eins og innbrotsþjófur,
þótt hann væri altekinn þjáningu og hug-
aræsingi. Dyrnar lokuðust á eftir ísabellu.
Jafnskjótt stökk Michael fram úr fylgsni
sínu og barði að dyrum. Hann beið þó
ekki eftir að hún segði honum að koma
inn. Andartaki seinna stóð hann fyrir
framan hana, náfölur af bræði. Hún var
rétt búin að taka ofan hattinn, og sneri
sér nú að honum! Michael!“ hrópaði hún
skelfd.
„Já, það er ég. Ég sá þig í dag með verk-
fræðingnum við vagninn. Þú horfðir á
hann eins og ... hvernig á ég að koma orð-
um að því. ...“ Hann leitaði eftir orðum,
32
HEIMILISBLAÐIÐ