Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1964, Blaðsíða 35

Heimilisblaðið - 01.01.1964, Blaðsíða 35
Michael aftur í ljós, en hann hafði falið sig á bak við skúrinn í annað sinn. Þreytu- legum skrefum og lotnu höfði gekk hann frá þorpinu áleiðis til járnbruatarstöðv- arinnar. Föggur hans mundi Veronika senda honum, er hann léti hana vita heim- ilisfangið. Sjaldan hefur getið þögulli né fáskiptn- ari leiðsögumann en Michael. Að vísu hafði hann aldrei verið ræðinn, en þó var nú mikil breyting á orðin. Hann hafði ráð- izt til Xaver Steiners sem stýrði Hótel Post, sem var hinn ánægðasti yfir að hafa náð í svo duglegan leiðsögumann, sem hafði orð fyrir að vera allra manna örugg- astur bæði í klettum og á jökli. Þó kom það oft fyrir að fólk það er hann gekk með fékk ótta af honum. Það var eitthvað ógn- þrungið í fari þessa unga manns, sem ekki var gott að skýra hvað var. Hann færðist einnig undan að fara með hópum þar sem kvenfólk voru þátttakendur. Þegar Michael kom kvöld nokkurt úr leiðangri, hitti hann Xaver, sem bað hann að koma með sér inn á skrifstofuna. „Mér þykir mjög leitt að þurfa að segja yður þetta, Kornbacher. Það gegnur sú saga í Cortina að þér hafið verið rekinn frá Hótel Poner vegna þess að þér hafið ætlað að ræna verðmætum skartgrip af gesti hótelsins. Gjörið þér svo vel að segja mér, hvort þetta er satt. Gestir mínir eru uppnæmir fyrir þessu. Þér vitið að þeg- ar tortryggni er einu sinni komin upp, er erfitt að bæla hana niður." „Ég skil, Steiner," svaraði Michael hörkulega, snerist á hæl og fór út úr her- berginu án þess að segja orð. „En Kornbacher, heyrið þér mig. .. .“ En Michael heyrði ekki. Það eina, sem hann skynjaði var að nú væri hann brenni- merktur einnig hér og yrði að hætta að vera leiðsögumaður. Nú ætti hann ekki annars kost en fara til borgarinnar eða gerast vinnumaður. Raunar var ferða- mannatíminn hvort sem var að verða úti. Ef til vill gæti hann unnið fyrir nauðsyn- legustu greiðslum. En heim færi hann ekki. Hann gæti ekki þolað spyrjandi augna- ráð, sem hann gæti ekki svarað. Því ekki gat hann opinberað hjartasár sitt fyrir þeim og sagt: Sjáið, hvaða bölvun þessi fsabella hefur gert mér. Aldrei mundi hann geta rætt um það. Það var sem var- ir hans væru innsiglaðar. Michael gekk til herbergis síns og pakk- aði niður föggum sínum. Hann taldi sam- an peningana og komst að raun um að það var allálitleg upphæð. Gestirnir höfðu borgað vel og gefið ríkulegt þjórfé. Er hann yfirgaf Cortina lét hann pen- ingana í póst, skrifaði nokkrar línur með heim til sín og bað fólkið sitt að hafa ekki áhyggjur af sér. Hann hafi ákveðið að fara til Bozen um óákveðinn tíma, þar væri hægt að hafa gott upp úr sér. unga aldri var Pola Negri ein af fremstu kvikmyndaleikkonum Þjóð- verja, og er mörgum eldri kvikmynda- unnendum minnisstæð fyrir góðan Enda þótt hún sé nú 63 ára er hún stöðugt eftirsótt leikkona. Hún er að leika í Walt Diesney mynd, sem tekin er í Englandi og nefnist á ensku „The Moonspinners". > sýnir aðaileikarana í litkvik- með stereofoniskum hljóm, sem fyrsta litkvikmyndin af því tagi, Kínverjar gera. Efni myndarinn- er gamalt þjóðkvæði. HEIMILISBLAÐIÐ 35

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.