Heimilisblaðið - 01.01.1964, Blaðsíða 20
var sagt andartaki seinna. „Því fyrr sem
við fáum hana þeim mun betra, því að þá
getum við fengið okkur matarbita. Ég er
glorhungraður."
„Ég verð að vera stuttorður,“ sagði
Henry. „Ég geri ráð fyrir því, dr. Paul,
að þér vitið til hvers sprauta er notuð?“
Læknirinn kinkaði kolli án þess að glata
sjálfsstjórn sinni.
„Þið eruð ekki morðingjar,“ sagði hann
rólega. „Ég gæti lagt líf mitt að veði fyrir
því, ef nauðsyn byði. Ég held þér getið
ekkert gert, til þess að ég láti undan. Og
það er svar mitt við hetjudáðum þessara
herra. Alice verður lögráða á morgun. Ég
hef votta að því, að hún hefur dvalizt hér
síðan á þriðjudag, það gerir henni ómögu-
legt að snúa aftur út í lífið sem heilbrigð.
Þar sem hún hefur ekki verið fjórtán daga
á burtu frá hælinu. Ég verð mér til blygð-
unar að játa, að þér blekktuð mig með
þessu áformi yðar um hjónaband, en þér
komizt ekki framhjá þrem staðreyndum.
Án þessara vottorða getið þér ekki gert
kröfu til arfsins, og ekkert getur komið
mér til að undirrita þau.“
„Enginn hefur það í huga að stytta
yður aldur,“ svaraði Henry rólega og tók
fram sprautu til innspýtingar. „En ég
held eigi að síður, að þér skrifið undir
og verðið þakklátur fyrir að fá það. Dauð-
inn er ekki eina vopnið, sem dugar. Þér
hafið sjálfur sýnt mér annað betra. Þessi
sprauta hefur að geyma skammt af því
sama eitri frá Suður-Ameríku, sem þér
notuðuð á Alice. Þér vitið eins vel og ég,
hve hryllilegar afleiðingar þess eru.“
Henry hallaði sér fram yfir borðið.
„Hefur þú skilið það, þrjóturinn þinn,
að hafir þú ekki undirritað þessi vottorð
eftir þrjátíu sekúndur, þá verður þú á
tíu mínútum, eða hve lengi sem þetta við-
bjóðslega eitur þitt er að verka, einna lík-
astur drafandi fábjána?"
„Ef Henry skyldi gleyma að segja yður
það,“ tók Monier fram í fyrir honum, „þá
ætla ég að bæta við, að samkvæmt yðar
eigin orðum, eins og Gaby hefur sagt okk-
ur af þeim — þá eruð þér sá eini, sem
þekkið móteitrið, og hætt er við, að þér
eigið erfitt með að gera yður skiljanleg-
an.“
„Ég get líka bætt því við,“ hélt Henry
áfram, „að innihald þessarar sprautu er
alveg ósvikið. Gaþy stal því fyrir mig, áð-
ur en við flýðum. Lyktin af því minnir á
hvítlauk og fjólurót. Er það ekki rétt?“
Læknirinn sýndi hvað mestan þrótt, þeg-
ar alger ósigur blasti við honum. Hann
leit á sprautuna, sem Monier hélt á, horfði
rannsakandi á Henry til að sannfæra sig
um, að honum væri alvara. Svo yppti
hann öxlum. Hann var sigraður, en svip-
brigði hans gáfu það samt á engan hátt
til kynna.
„Gerið svo vel að fá mér penna,“ sagði
hann. „Ekki hefði einn af þúsundi komið
auga á hljóðnemann. Og það bjargaði yð-
ur, ef svik Gabyar eru ekki talin með. En
ég er í vafa um, að þér hafið ávallt heppn-
ina með yður sem nú, hr. Bering.“
Hann leit andartak á Henry með níst-
andi hatursaugnaráði.
„Kannski ekki það. Bezt er að spá ekki
of miklu. Viljið þér skrifa undir, læknir?“
Dr. Paul skrifaði undir og Henry tók
við vottorðunum og stakk þeim í vasann,
um leið og Monier lét sína byssu niður í
bakvasann. Svo sneri Henry sér að mann-
inum, sem ekkert hafði látið á sér kræla,
en gekk nú til þeirra og miðaði byssunni
stöðugt á dr. Paul.
„Má ég kynna fyrir yður þennan mann,
dr. Paul?“ spurði Henry. „Þetta er Bar-
reaux lögreglufulltrúi, sem hlýtur að hafa
haft mikla ánægju af þeim afhjúpunum á
sjálfum yður, sem þér hafið gert.“
í fyrsta sinn missti dr. Paul hið rósama
yfirbragð sitt. Andlit hans afmyndaðist
og rafgul augun tindruðu af reiði.
Læknirinn studdist fram á borðið, en
lyfti annarri hendi eins og af vana upp
að nefbroddinum.
„Þér valdið mér vonbrigðum, hr. Be-
ring,“ sagði hann hálfkæfðri röddu. „Ég
hélt, að þetta væri mál milli heiðurs-
manna!“
Henry og Jean Monier skellihógu. En
læknirinn setti tennurnar í innsiglishring-
inn á vísifingri hægri handar. Lykt eins
20
HEIMILISBLAÐIÐ