Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1964, Blaðsíða 24

Heimilisblaðið - 01.01.1964, Blaðsíða 24
ANGELA VON KIESLING LEIÐSÖGUMAÐURINN FRÁ MONTE CHRISTALLO FRAMHALDSSA GA Það var steikjandi sólskin. Veronika hafði tekið ofan skýluklútinn. Hið langa hár hennar lá í fléttum niður á bakið. Hún greip aftur um hrífuna og steig nokkur skref upp í hallann til þess að snúa heyi, sem -slegið hafði verið um morguninn. Uppeldisfaðir hennar Pankraz Kornbach- er var þegar byrjaður að snúa flekknum. „Það er óveður yfir Monte Christallo“ sagði hún og benti í áttina til hins tignar- lega fjalls. Hin skörðóttu klettabelti þess urðu æ ógreinilegri í móðu. „Það getur skollið á eftir hálftíma. Við skulum hafa hraðann á,“ svaraði Korn- bacher. Þögul kepptust þau við, unz þau höfðu snúið allri breiðunni. Með hrífurnar um öxl gengu þau niður hlíðina. Fjallabýlið lá andspænis Schluderbach, sem lá ofar í hlíðinni hinum megin. Það stóð þarna í miðju ilmandi fjallaenginu, einmanalegt með dásamlega útsýn yfir dal- inn. Á bekk fyrir framan húsið sat ungur maður og veifaði glaðlega til þeirra er þau nálguðust. Veronika flýtti sér til hans létt á fæti. Þetta var uppeldisbróðir henn- ar Michael sem hafði sigrað hið unga hjarta hennar. Hann leit á Veroniku, sem yngri systur, enda höfðu þau verið saman frá því þau voru lítil. „En hvað það var gaman að þú komst“, sagði hún áköf og rétti honum höndina. Michael stóð upp. „Ég get ekki stoppað lengur en klukku- tíma, þá verð ég að fara aftur til Schluder- bach.“ „Hvers vegna?“ spurði hún. „Þið náið heyinu áreiðanlega þurru, þó eitthvað blotni á í dag.“ „Ég spurði ekki þess vegna, Michael. Ég hef alltaf áhyggjur af þér, þegar þú ert þarna uppi í klettunum.“ „Af hverju ertu með áhyggjur út af mér, þú sem sjálf ert vön fjallgöngum?“ „Ég er alveg óhrædd, ef við erum bæði saman. En þegar þú ert með ókunnugum er mér alltaf órótt.“ Nú kom Pankraz að. Hann þurrkaði svit- ann af enninu. Honum var farið að þyngj- ast um sporið á brattann, enda orðinn rúm- lega sextugur. Hin erfiða vinna hafði slit- ið honum fyrir ár fram. „Með hverjum gengur þú á fjallið á morgunn?“ spurði hann. Hann hafði heyrt síðustu orðin. „Með dóttur einhvers vísindamanns. Hún hefur ásett sér að klífa Monte Christ- allo. Við leggjum upp eldsnemma, um þrjú- leytið. Hún er í för með föður sínum. Hann hefur víst áhuga fyrir bergtegundunum hérna, og ætlar að rannsaka þær. En í fjall- gönguna fer hann ekki. Hann treystir sér ekki lengur til slíks.“ Úr skýjunum yfir Monte Christallo leiftraði nú fyrsta eldingin. Rétt á eftir fylgdu þungar drunur. Þau gengu nú öll þrjú inn í húsið og lokuðu dyrunum vand- lega, svo að stormurinn, sem í vændum var, rifi þær ekki upp. Þau ræddu um vænt- anlega ferð upp á fjallið. Sjálfur hafði Pankraz fyrr á árum verið dugandi leið- sögumaður. Á meðan smurði Veronika brauð með vænum sneiðum af áleggi ofan á, sem hún pakkaði síðan snyrtilega inn í pappír, lagði nokkur stór epli hjá og stakk þessu síðan 24 HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.