Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1964, Blaðsíða 38

Heimilisblaðið - 01.01.1964, Blaðsíða 38
þá er kominn tími til að maður kenni henni að setja í hárið og að hún læri sjálf að halda því fallegu. Hárþvottur með góðu shampooi er að sjálfsögðu mjög mikilvægur og einnig það að hárið sé vel burstað. En skilyrði fyrir því að hárið geti farið vel er fyrst og fremst góð og rétt klipping. Það er einnig mikilvægt fyrir fallegt hár, að barnið fái heilnæma og rétta fæðu, þá verður hárið gljáandi, lifandi og mjúkt. Hér fylgja myndir af fjórum stúlkum á mismunandi aldri og með ólíkar hár- greiðslur, sem allar eru fallegar. Fyrsta myndin er af stúlku, sem er orð- in 12 ára og nennir þess vegna að hafa dálítið fyrir hárinu, og til að fá það til að snúa út að neðan þá rúllar hún það stund- um upp á stórar hárrúllur. Hárið er að- eins túperað aftan við hárbandið. Hinar myndirnar þurfa ekki mikilla skýringa við, en það er sameiginlegt með þeim öll- um að það er mjög gott að bursta undir hárið á meðan að það er blautt, þá kem- ur meiri fylling í það. Úr því að við erum að tala um hár- greiðslur þá læt ég fylgja myndir af slétt- um en mjög fallegum hárgreiðslum og það er það sama sem gildir um þær og hár- greiðslur barnanna: góð klipping og hár- burstun og ofurlítil túpering. Á þessum myndum er sýnt hvernig breyta má ein- faldri og sléttri daggreiðslu í glæsilegri kvöldgreiðslur. FORN KÍNVERSK SPEKI Gerðu áætlanir fyrir erfiðisdagana, þegar tóm gefst til. Sé um þrjá vegi að ræða, þá taktu þann í miðið. Skoðaðu peninga sem óhreinindi, en rétt- lætið sem gull. Heimur kunningja, en svo fjarska fárra vína. Nálar er þörf svo þráð megi draga. SLÁTURFÉLAG SUÐURLANDS SKULAGOTU 20 - SIMI 11249 38 HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.