Heimilisblaðið - 01.01.1964, Blaðsíða 41
Fyrsta snjóinn hafði tekið fljótt upp, en einn góð-
an veðurdag var allt orðið hvítt aftur. „En hversu
dásamlegt veður er nú,“ hrópar Kalli hrifinn, „nú skul-
um við renna okkur á sleða.“ En þá muna þeir eftir
því, að sleðinn er brotinn og ryksugan, sem þeir not-
uðu til að renna sér á síðast, er í viðgerð. En þeir deyja
ekki ráðalausir. Páfagaukurinn brunar eins og spútnik
niður brekkuna á strokjárninu. Slangan hlykkjar sig og
rennir sér á maganum — og stýrir sér með halanum.
Skjaldbakan dregur fæturna inn i skel sína og nýtur
ferðarinnar með storkinum, sem stendur í vatnsfati.
Og birnirnir notast við kommóðuskúffu og nota kúst-
inn fyrir stýri. Svona skemmta þau sér timum sam-
an. Að lokum tendra þau bál og drekka heitt kakaó.
„Ó, hve þetta hefur verið skemmtilegur dagur,"
segja þau hvert við annað.
Kalli og Palli eiga von á heimsókn frá Suðurpólnum,
þar sem Stórfínn frændi þeirra (auðvitað fjarskyldur)
á heima. Það er tekið á móti honum á stöðinni og Palli
ber töskurnar hans. Nú er haldið heim í hádegismat-
inn og Stórfínn er hinn ánægðasti. „ís í miðdag og
síld í ábæti. Það er einmitt uppáhaldsmatur minn,
kæru frændur. Nú viljið þið ef til vill sýna mér gesta-
herbergið," segir hann, „því ég er afar þreyttur eftir
þessa löngu ferð.“ „Við höfum heilt gestahús handa
þér,“ hrópa Kalli og Palli í kór. Þeir sýndu nú Stórfín-
um stærsta ísskápinn, sem til var í nágrenninu. „Þakka
ykkur fyrir, hér mun ég una mér rétt eins og ég væri
heima hjá mér,“ sagði Stórfínn frændi. Bimimir litlu
buðu síðan frænda sínum, Stórfínum, góða nótt.