Heimilisblaðið - 01.01.1964, Blaðsíða 18
ekki misskilið það. Hann þrýsti henni að
sér, og nú varð hæfilega löng þögn. Loks
sagði Henry: „Segið mér, hvernig þér viss-
uð um áform mitt?“
Hún hristi höfuðið og brosti íbyggin á
svip. „Það get ég ekki,“ sagði hún. „Ég
held ég viti það ekki sjálf. Ég gat mér bara
til um það... Ertu viss um, að við getum
gift okkur í kvöld?“
„Að sjálfsögðu aðeins ef læknirinn hef-
ur staðið við sinn hluta samkomulagsins og
látið lýsa því yfir, að þú sért andlega heil
heilsu.“
„Það er í lagi. Hann útfyllti eyðublöð-
in, áður en þú komst.“
„Ég neyðist víst til að trúa þér, en samt
er það nú varla hægt eftir þessari fábjána-
legu framkomu þinni að dæma!“
„Nú skaltu gæta þín!“ svaraði hún. „Þar
sem ég er nú andlega við fulla heilsu, get-
urðu hætt á, að ég skipti skyndilega skapi,
ef svo ber undir.“
Stundarkorni síðar kom dr. Paul aftur,
og framkoma hans bar það með sér, að
samtal þeirra hafði eytt allri tortryggni
læknisins.
XVIII.
Jean Monier hallaði sér fram á borðið
og ýtti við hendi Henrys. Því næst hvíslaði
hann einhverju að honum.
„Hamingjan góða!“ hrópaði Henry
eins og viðutan og einblíndi á dr. Paul.
„Mér þykir fyrir því, læknir,“ sagði
hann, „en ég hef alveg gleymt pökkunum.
Þeir eru í farangursgeymslu bílsins.“
„Pakkarnir,“ endurtók dr. Paul.
„Já, það eru nokkrir smáhlutir, sem ég
keypti núna síðdegis. Nokkrar gjafir
handa Alice og nýr kjóll.“
„En hvað það er dásamlegt!“ hrópaði
Alice upp yfir sig og brosti. „Þótt þú sért
gleyminn, þá held ég þú verðir ágætis
eiginmaður!“
Dr. Paul brosti breitt og játaði, að svo
gæti farið. Svo hringdi hann og sendi Brest
eftir pökkunum. Þegar hugað var að inni-
haldi þeirra, ljómuðu augu Alicear. Hún
sneri sér að forsjármanni sínum, fyrrum
óvini og ofsóknarmanni, dr. Paul, og
18
spurði: „Má ég fara inn fyrir og fara í
kjólinn ?“
„Sjálfsagt, vina mín, sjálfsagt," svar-
aði hann og var ekkert nema elskulegheit-
in. „Það er leiðinlegt, að Gaby er hér ekki
til að hjálpa þér, en kannski getur ráðs-
konan hjálpað þér.“
Hann hringdi aftur, og Alice gekk út
á eftir stórvaxinni konu. Andlit hennar
var eins og höggvið í stein og handleggirn-
ir langir og beinaberir. í dyrunum sneri
Alica sér við og brosti til Henrys, og lækn-
irinn kinkaði kolli til þeirra ánægður á
svip. Henry mælti: „Meðan ég man, er
heilbrigðisvottorð Alicar í fullkomnu lagi
og hefur hún verið útskrifuð af hælinu?“
„Auðvitað,“ svaraði hann og benti á
innri vasann á jakkanum. „Ekkert vantar
á vottorðin nema undirskrift mína til þess
að öllum formsatriðum sé fullnægt. Um
leið og þið gangið í hjónabandið, skrifa
ég undir. Því heiti ég yður.“
„Þökk fyrir,“ sagði Henry og varð aft-
ur eins og hugsi. Svo virtist sem læknir-
inn ætlaði ekki að stofna sér í hættu í neinu
atriði.
„Hér eru nægilega margir vottar,“ sagði
læknirinn og kinkaði kolli til Moniers og
Leclercs. „Ég hef hringt til borgarstjór-
ans í Virey og beðið hann að vera tilbú-
inn klukkan sjö.“
Þrem mínútum síðar leit læknirinn aft-
ur á Henry og sagði: „En hvað Alice er
lengi að þessu. Ég er blátt áfram farinn
að verða hræddur um, að hún hafi skipt
um skoðun í staðinn fyrir kjól.“
„Það yrði meira hneykslið,“ sagði Henry
beizkjulega. „Ertu enn með hringinn,
Jean?“
„Ég er með þá alla, sex talsins,“ svaraði
hann og var grafalvarlegur.
„Sex?“ spurði dr. Paul. „Hvers vegna
eru svona margir til vara?“
Hann fékk aldrei svar, því að í sama bili
gall við hvellt bílflaut. Sekúndu síðar
heyrðist það aftur. Þá urðu örlagaríkir
atburðir.
„Hr. Leclerc" gekk hægt að einu út-
göngudyrum herbergisins með byssu í
hendinni. Monier dró svipað vopn upp úr
vasanum. Henry stóð upp og horfðist í
HEIMILISBLAÐIÐ