Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1964, Blaðsíða 26

Heimilisblaðið - 01.01.1964, Blaðsíða 26
Sonur hóteleigandans, sem var vinur hans tók það jafnan frá fyrir hann, er svo stóð á. Michael til undrunar kom ísabella Am- stetten út úr hótelinu fáum mínútum á eftir honum sjálfum. Hún var í fjallabún- ingi, ljósri blússu, ullarpilsi og á hand- leggnum bar hún stormblússu. Það var enn skuggsýnt. Sólin náði ekki að skína yfir há fjöllin fyrr en seinna og það var svali í loftinu. Hvorugu þeirra var þó kalt. Þau skiptust aðeins á nokkrum þýðingarlausum orðum. Ferðin þurfti helzt að ganga rösklega frá byrjun. Þau beygðu inn í Fondadalinn og komu brátt í gil eitt, en úr því lá Alpavegur upp í hlíðina. Til hliðar við þau seytlaði lækur og nið- ur hans var eina hljóðið, sem rauf morg- unkyrrðina fyrir utan létt skóhljóðið á mjúkum skógarsverðinum. Dalbotninn var langur og þröngur og til beggja hliða risu brattir klettaveggir með skörðum og sprungum. Enn lágu skuggar yfir hamra- beltum fjallsins, en tilkomumikill tindur þess var hulinn þokuslæðingi. „Það birtir upp, haldið þér það ekki?“ spurði hún svolítið vonsvikin yfir að fjall- ið skyldi ekki sýna sig í allri sinni dýrð. „Örugglega,“ svaraði Michael. „Loft- vogin stendur vel. Þér getið verið alveg áhyggjulausar“. „Það er ég líka, þegar ég er með yður,“ ísabella leit á Michael augnaráði, sem kom blóðinu til að þjóta fram í vangana á honum. Hann svaraði ekki en hélt rólega áfram og sýndi henni fjallablómin, sem voru í fullum skrúða hér uppi í skriðun- um. Hann var þó engan veginn eins róleg- ur og hann lét. Augnaráð hans hvíldi stöð- ugt á glampandi mynd fjallsins, þar sem það lokaði dalnum, voldugur hamravegg- ur með mörgum hvössum tindum. „Sjáið þér, ungfrú Amstetten. Þarna er hæsti tindur Christallo-fjalls, og þangað þurfum við að komast.“ ísabella fylgdi bendingu hans með aug- unum. Hún var ekki lengur alveg jafn ör- ugg með sig og daginn áður. Það var óneit- anlega djarft uppátæki að klífa þessa hamra til þess að bjóða kunningja byrg- inn og vegna þess að henni hafði litizt vel á ungan mann. Þó lét hún ekki bera á ótt- anum sem læddist að henni, er þau nálg- uðust fjallið. Leiðin varð brátt brattari og lá nú um gisið skógarkjarr. Fuglarnir voru byrjaðir að syngja morgunljóð sín, fyrstu bjöllurnar skreiddust yfir troðn- inginn og brúnleitar sandeðlur kreikuðu á mosaþembunni. Annars var ekkert að sjá eða heyra. Jafnvel samræðurnar milli unga fólksins gengu stirt. Michael var ekki um orðaflóð gefið, enda fremur fámáll að jafnaði. I þetta skipti vissi hann heldur ekki al- mennilega hvað hann ætti að tala um við ungfrúna fínu. Ef hún vildi tala, yrði hún sjálf að byrja. En ísabella vildi heldur virða unga manninn fyrir sér. Hið mikilfenglega landslag vakti hjá henni lotningarkennd, hinn ungi leiðsögumaður, sem gekk við hlið hennar var svo ólíkur öllum hinum mörgu aðdáendum hennar. Það æsti upp hjá henni löngun til að reyna töfra sína á þessum unga manni, sem var svo ósnort- inn af hinni svokölluðu menningu. Hún hafði þegar lesið úr augnaráði hans, að honum væri ekki sama um hana. Hún gruflaði alls ekkert yfir því, hvaða afleið- ingar daður hennar kynni að hafa. Hitinn óx. Stígurinn varð æ brattari og mjórri. Þau urðu nú að gefa meiri gaum að hvar þau stigu niður og ísabella varð að einbeita sér við gönguna. Skógurinn hvarf og varð að dimmum skugga að baki þeirra, er þau komu upp í urðina fyrir ofan. Nú sást ekkert nema grár jökulruðn- ingurinn, þar sem eitt og eitt blóm óx á strjálingi. Nú komu þau að sjálfum rót- um tindsins. Michael stikaði áfram jöfnum og ró- legum skrefum. Hann hafði fest vaðinn við ísabellu og sýndi henni hvert fótmál, sem hún átti að taka þar sem tæpt var. Henni varð stöðugt ljósari hættan við upp- gönguna og hefði gjarnan stungið upp á að snúa við. En gagnvart Michael var slíkt óhugsandi. Hann hefði hlegið að henni og aðdáun hans hefði rokið út í veður og vind. Það hafði tekið þau fjórar stundir að ná upp að rótum skriðjökulsins. Sem bet- 26 HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.