Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1964, Blaðsíða 11

Heimilisblaðið - 01.01.1964, Blaðsíða 11
fengitímann sýnir karldýrið ekki þá var- úð, sem því er annars svo eiginleg á öðr- um árstímum; það lætur jafnvel stundum sjá sig um hábjartan daginn. Ef maður er svo heppinn að rekast á slíkt dýr, kem- ur fyrir sjónir manns lipurlegt, brúnleitt dýr, minna en venjulegur köttur, grann- vaxið og stuttfætt. Annað hvort stekkur hann eins og kólfi sé skotið, með bakið í kryppu, ellegar hann læðist áfram léttilega og af slægð, eins og slanga, með kviðinn við jörð. Hann getur komið í ljós og horfið á augabragði eins og elding, jafnvel svo, að maður er ekki alveg viss um, hvort maður hefur í raun og veru séð nokkurt dýr eða það hefur verið hugarburður. Kvendýrið er minna vexti en karldýr- ið og fer sjaldan mjög langt frá greninu, sem oftast nær er í grend við ársprænu eða lón. Þegar hin verðandi móðir hugsar sér fyrir samastað þar sem hún geti alið unga sína, grefur hún sér stundum greni — en hún getur alveg eins tekið til þess bragðs að leggja undir sig bústað einhvers annars dýrs. Og sá bústaður þarf ekki einu sinni að hafa verið yfirgefinn af hin- um rétta eiganda sínum. Ef minkurinn vill leggja undir sig holuna, þá flytur hann sig þangað ofur einfaldlega og losar sig við íbúana. Á meðan dýrið bíður þess að gjóta, fóðrar það greni sitt með grasi, blöðum og mjúku hári úr eigin vetrarham, sem það fellir um þetta leyti árs. Minkurinn elur frá fjórum og upp í átta unga. Þeir eru fjögurra centimetra lang- ir, blindir og næstum snoðnir. Móðirin auðsýnir þeim meiri kærleika en ætla mætti af slíkum æringja. Þess eru jafn- vel dæmi, að hún hafi látið unga sína éta sig lifandi, ef hún hafði ekki næga mjólk fyrir þá að leggja. Eftir fimm vikna skeið eru ungarnir orðnir sjáandi og feldur þeirra kominn í ljós. Móðirin tekur að draga í búið, mýs, vatnakrabba og annað góðgæti, sem þeir geta reynt á tennur sínar. Þegar þeir eru orðnir sjö vikna gamlir, geta þeir smám saman farið í veiðiferðir með móðurinni. Hún tekur þá til við að ala þá upp í drápi, kenna þeim að ráðast á hvað sem fyrir er, sem lífsanda dregur, og sýna enga lin- kind eða vægð. Engisprettur og önnur smákvikindi eru tilvalin fyrir yrðlingana til að spreyta sig á. Kannski rekast þau á fuglshreiður og éta þá eggin eða ungana. Á viðavangi er oft mikið um mýs, og stundum ræðst fjöl- skyldan á kanínubæli eða bifursgreni. En einkum eru það þó íbúar vatna og lækja, sem ofarlega standa á matseðli minksins: froskar, krabbar og því um líkt. Smáþrjót- arnir litlu líkja með ákefð eftir móður sinní og leggja sig endilanga á trjáboli, vatns- bakka eða hvað sem það nú er, og bíða eftirvæntingarfullir eftir næstu bráð. Sjaldan líður á löngu, því að ungarnir eru strax duglegir til veiða, og þeir hika ekki við að ráðast á dýr sem eru miklu stærri en þeir sjálfir. Áður en sumarið er liðið, getur yngsta minkakynslóðin séð um sig að öllu leyti sjálf. Og einn góðan veðurdag hverfur móðir þeirra frá þeim fyrirvaralaust. Brátt fer þá að minnka vinskapurinn meðal hóps- ins, sem eftir er, og leysist hann þá sund- ur og hver fer sína leið. Þegar líða tekur á haustið, tekur feldur þeirra á sig dökk- brúnan lit, verður þykkur og mjúkur og vaxinn dökkum og gljáandi hlífðarhárum yzt. Framan á kokinu er brúni liturinn rofinn af skjannahvítum bletti, og fleiri blettir fyrirfinnast á kviði dýrsins. Skott dýrsins er annaðhvort dökkbrúnt eða svart. Minkurinn ber næstum öll sérkenni þeirrar spendýraættar, sem hann tilheyr- ir. Hinsvegar ber hann þau ekki öll í jafn ríkum mæli. Moskusþefurinn af minknum er ekki eins áleitinn og viðloðandi og hjá þefdýrinu, en samt er hann næsta kæfandi, ef maður fær hann í nasirnar. Minkurinn kann ekki eins vel við sig í vatni og otur- inn, en á milli táa hans sér móta fyrir sundfitum, og þær gera honum mögulegt að standa sig vel í sundíþróttinni. Mink- urinn er sem sagt vel útbúinn í það að mæta óvenjulegum og ólíkum kringum- stæðum. Hinn liðugi og forvitni minkur er alltaf á þveitingi. Ef maður rekur slóð hans í snjó, getur maður séð, hvernig hann ver HEIMILISBLAÐIÐ II

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.