Heimilisblaðið - 01.01.1964, Blaðsíða 6
að til við komum í Dalatangaröst. Þó urðu
öldurnar aldrei mjög stórvaxnar, en ákaf-
lega óhreinar, öldukambarnir voru þunn-
ir, blágrænir og hálf-gegnsæir. Þegar þær
líta svipað út, vantar ekki mikið á, að
þær brjóti, enda féll við og við stöku brot
umhverfis okkur. Upp við landið var
ströndin öll og sjórinn meðfram landinu í
einu hvítu löðri. Boðarnir brutu stöðugt
og það þvoði yfir klappirnar fram af Dala-
tangavitanum. Gekk ég fljótlega úr skugga
um, að ekki væru tiltök að lenda heima
hjá okkur. Þá var ekki um annað að gera
en að reyna að komast fyrir tangann yfir
röstina og inn til Mjóafjarðar. Ekki var
fýsilegt að snúa aftur, því að þá höfðum
við fallið á móti, enda sýndi það sig síðar,
að það hefði orðið bráður bani okkar.
1 röstinni fór stór mótorskúta framhjá
okkur. Hún ruggaði mikið, og sjórinn foss-
aði út af þilfarinu á henni, og við og við
tók hún sjó að framan. Gegnir það mikilli
furðu, að litla skelin okkar skyldi fljóta,
þegar gekk yfir svo stór skip. En þessi
sýn — meðal annars — opnaði augu mín
fyrir því, hvernig ástæður okkar voru í
rauninni. Ég skildi það smám saman, að
ef við lentum í einhverju brotinu, þá var
úti um okkur.
Ég réri stöðugt. Báturinn fór ýmist upp
á vatnsbungurnar og stakk stefninu í
bárufaldana eða hann rann niður af þeim
og hún veltist áfram fyrir aftan okkur.
Jóhann varð að ausa við og við. Þannig
héldum við áfram og brotin umhverfis
okkur urðu bæði þéttari og stærri. Mér
virðist „hulinn verndarkraftur" hafa ráð-
ið því, að við flutum ennþá.
Ekki var það nema tæpa stund, sem við
■vorum í röstinni. Sjóarnir og brotin fóru
smám saman minnkandi, en þá hvessti allt
í einu, og stóð vindurinn af landi. Á ótrú-
lega skömmum tíma var komið stórviðri.
Við gátum ekki siglt, því stýrishausinn
höfðum við brotið um daginn, enda var
fullhvasst til þess. Það gekk nægilega mik-
ið, þrátt fyrir það, en ekki máttum við
róa nema á kulborðið. Jafnfranit rokinu
helltist öskugrá krapahríðin yfir okkur.
Okkur fannst hún lemjast gegn um renn-
vot fötin.
Þegar við vorum komnir úr röstinni,
gekk okkur bæði vel og fljótt. Raunar
skvettist dálítið yfir okkur, en það voru
ekki nema smámunir, og eftir það er við
náðum Mjóafjarðarmynninu, varð sjólaust
með öllu, en mjög hvasst.
Klukkan fimm um morguninn, réttum
sólarhring eftir það er við lögðum af stað
að heiman, vorum við komnir inn á trygga
höfn. Og þegar ég hugsa til þessarar sjó-
ferðar, dylst mér ekki, að við vorum um
stund við „landamæri lífs og dauða“, en
slíkt eru hversdagslegir atburðir meðal
þeirra, sem berjast fyrir tilveru sinni við
strendur þessa lands.
Sigurður Helgason.
Á skurðum Tokio-borgar má
daglega sjá timburfleytara,
sem hafa náð mikilli leikni í
að fleyta trjábolum til birgða-
stöðvanna. Á myndinni sést
einn fleytari, sem hefur tekið
farþega á herðar sér.
6
HEIMILISBLAÐIÐ