Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1966, Page 4

Heimilisblaðið - 01.05.1966, Page 4
hann feikilegan fjölda stjarna. Hann gerði nákvæma útreikninga á grundvelli fjölda þeirra, ljósstyrkleika og fjarlægðar og komst að þessari furðulegu niðurstöðu: Þegar jöi’ðin tók á móti ijósi frá svona mörgum stjörnum, átti himinninn ekki að vera dimmur á nóttunni. Jafnvel um mið- nætti átti allt að vera baðað í skínandi ljósi. I raun og veru átti jörðin að vera gló- heit bæði nótt og dag! Hvernig komst hann að því? Jú, við skulum reyna að hugsa okkur alheiminn sem geysistóra, hola kúlu, milljarða kíló- metra í þvermál, með jörðina í miðju og stjörnurnar dreifðar allt í kring inni í kúl- unni og á henni innanverðri. Ljósið frá ótal stjörnum berst til jarðarinnar, og því f jær sem þær eru, því daufara verður ljósið frá þeim. En á móti því vegur það, að stjörnunum fjölgar meir og meira því fjær sem við förum frá miðju. I raun og veru eykst tala stjarnanna langtum hraðar en fjarlægðin (eins og rúmmál kúlu vex í hlutfalli við radíus hennar). Það þýðir með öðrum orðum, að því fjær sem ijósupp- sprettan er, því meiri ætti samanlögð geisl- unin frá þeim að vera. Hversu ljósdaufar sem einstakar stjörnur eru, ætti það að hafa það í för með sér, ef f jöldi þeirra væri nógu mikill, að jörð okkar í miðri kúlunni væri blátt áfram glóandi af ljósi og hita bæði nótt og dag. Og hvers vegna er því samt ekki þannig farið? Hvers vegna er himinninn dimmur á nóttunni? Olbers áleit, að úti í geimnum hlytu að vera ósýnilegar stjörnuþokur, sem drykkju í sig nær því allt ljósið. En aðrir stjörnufræðingar voru ekki ánægðir með þessa skýringu, og þetta vandamál varð smám saman þekkt sem „Olbers-þverstæð- an“. Stjörnufræðingarnir reyndu í hundrað ár að ráða þessa gátu. En þegar 16 árum eftir að Olbers hafði vakið spurninguna, voru menn komnir á fremsta hlunn með að finna rétta svarið. Það var bara eng- inn, sem sá þá mikilvægi uppgötvunar, sem austurríski stærðfræðingurinn, Chris- tian Doppler, gerði árið 1842. Hann uppgötvaði fyrirbæri, sem hefur dregið nafn af honum og verið kallað Doppler-verkunin. Ef staðið er við járn- brautarteina, þegar lest er að nálgast, berst hár tónn frá flautu eimreiðarinnar, en þeg- ar lestin er farin fram hjá, er tónninn lægri. Skýringin er sú, að þegar lestin kemur í áttina að manni með miklum hraða, skynjar maður hljóðbylgjurnar, eins og þeim hafi verið „þjappað saman“ og því stytzt. Og því styttri sem bylgjurnar eru, því hærri verður tónninn. Og öfugt — þegar lestin ekur burt frá manni, virðist eins og hljóðbylgjurnar „togni“, og þess vegna verður tónninn lægri. Doppier-verkunin lætur einnig til sín taka, þegar um ljós er að ræða. Ef ljós- bylgjurnar koma frá hlut, sem hreyfist frá okkur, verkar það eins og þær lengist. Og ef hluturinn nálgast okkur, virðast ljós- bylgjurnar styttri. Þet.ta má beinlínis sjá í litrófi ljóssins. Ljósbylgjurnar eru lengri (og daufari) í rauða enda litrófsins og styttri í fjólubláa hlutanum. Ljósið frá hlut, sem hreyfist burt frá okkur, hefur því tilhneigingu til þess að renna yfir að rauða hluta litrófsins — það er hin svo- kallaða ,,roða-aflögun“. Það kom þeirri hugmynd inn hjá stjörnufræðingunum, að daufur roðalitur á ljósi frá stjörnu, hlyti að tákna að hún væri á hreyfingu frá okkur. Einn þeirra stjörnufræðinga, sem tók sér fyrir hendur á þessari öld að rannsaka þverstæðu Olbers, var Edwins Hubble frá Mount Wilson stjörnuturninum í Kali- forníu. Með hinum einstaklega nákvæmu tækjum, sem hann hafði umráð yfir, færði hann sönnur á, að ljósið frá fjarlægum vetrarbrautum væri rauðleitt. Það gat aðeins táknað eitt: að þessar ljósbylgjur hefðu ,,tognað“ — það er að segja: hin feikilegu stjörnukerfi úti í geiminum hlutu að vera á hreyfingu frá okkur með ofsa- hraða. Gat það í raun og veru verið satt? Hubble hélt áfram athugunum sínum og varð smám saman öruggari í skoðun sinni á þessu máli. Hann uppgötvaði, að roða-af- lögunin á stjörnubirtunni varð því sterkari, því lengra sem hann náði með stjörnusjón- auka sínum. Það táknaði í rauninni það, að hin fjarlægu stjöi’nukerfi fjarlægðust 92 HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.