Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1966, Blaðsíða 6

Heimilisblaðið - 01.05.1966, Blaðsíða 6
skrautlegustu fötunum sínum, og sté upp á allan lestarflutninginn, sem var hlaðið upp á miðju tjaldbúðasvæðinu. Hann sett- ist efst upp á hlaðann og benti mér að setjast við hlið sér. Hann sagði með ströng- um rómi: „Ég skipa öllum mönnum að koma hingað!“ Þegar þeir höfðu safnazt saman skömmu síðar í kringum þetta einkennilega hásæti, renndi Arabahöfðinginn augunum hægt yfir órannsakanleg andlitin, sem star- blíndu á hann. Að minnsta kosti fimm mínútur liðu, og loks varð ég blátt áfram að stilla mig til þess að gera ekki eitthvað — alveg sama hvað — til þess að rjúfa þessa hræðilegu þögn. Ég gat séð, að hún hafði jafnsterk áhrif á mennina. Enginn vöðvi hreyfðist, ekkert auga flökkti. Þegar þessari þögulu skoðun var lokið, tók Ar- abahöfðinginn að tala rólega og að gjör- hugsuðu máli. „1 dag hefur nafn mitt verið smánað gagnvart þessum howndji (ferðamanni) og gagnvart Allah. Þjófnaður er herfilegur glæpur, sem bæði Allah og menn hafa and- styggð á, en þegar maður stelur frá gesti sínum, er hann sjö sinnum bölvaður. Þessi howadji hefur falið sig umsjá minni. Það hefur verið stolið frá honum á heimili mínu. Þar sem enginn utanaðkomandi mað- ur hefur verið í nágrenni tjaldbúðanna, hlýtur þjófurinn nú að vera fyrir framan mig. Hann stendur hér lastafullur eins og djöfullinn sjálfur og heldur, að hann geti dulið glæp sinn.“ Nú ruddi Arabahöfðinginn úr sér langri runu af bölbænum. Hann lýsti yfir því, að engin refsing væri nógu ströng handa svona glæpamanni; að Allah sjálfur hlyti að hylja andlit sitt, þegar hann liti niður á þennan flokk, þar sem svona forhertur syndari væri í honum. Hann lýsti því vand- lega, hvernig Allah hefði skipað honum að afhjúpa þjófinn og skila gullinu aftur. Rödd hans hækkaði og hækkaði, því leng- ur sem hann talaði; en allt í einu þagnaði hann og hélt áfram, rólega eins og áður: „Hvíti asninn minn inni í tjaldinu er beinn afkomandi Alboraks, mjallhvíta gæð- ingsins, sem Múhameð reið frá Jerúsalem til himnanna sjö. Hann hefur mikla spá- dómshæfileika, og honum skjátlast aldrei, þegar um er að ræða að afhjúpa hinn guð- dómlega sannleika. Andi Múhameðs lifir í þessu dýri, og hann kynnir okkur vilja Allah með aðstoð þess. Asninn mun nú segja mér, hver ykkar hefur framið þenn- an svívirðilega glæp. Asninn getur ekki talað mál okkar, af því að rödd hans er asnarödd, þó að andi hans sé frá Guði, og hann mun því koma upp um þjófinn á sínu eigin máli. Ég skipa ykkur — hverjum einum — að fara inn í tjald mitt. Setjið dyralaf tjaldsins niður, svo að engir aðrir en asninn og Allah geti séð ykkur. Togið því næst í halann á asn- anum. Þegar saklaus hönd snertir hala hans, mun hann þegja, en þegar hönd þjófs- ins tekur í hann, mun hann rymja hátt. Það verður boðskapur hans til okkar, og við munum handsama þorparann og drepa hann.“ Maðurinn, sem sat yztur og var skipað að fara fyrst, stóð hátíðlega á fætur, gekk inn í tjaldið, lokaði tjalddyralafinu á eftir sér, var inni stundarkorn og sneri svo aftur til sætis síns. Arabahöfðinginn benti næsta manni og síðan þeim þar næsta. Það var erfitt að segja, hverja þessi athöfn hafði meiri áhrif á — mennina eða mig. ■ Ég hlustaði í ofvæni eftir að asninn rymdi og mér ógnaði refsingin, sem ég yrði áreiðanlega vottur að á eftir. Tólf menn gengu inn í tjaldið og komu út aftur — en enn kom ekkert hljóð! Þrettán, fjór- tán, fimmtán, sextán; nú voru aðeins þrír eftir. Ég fylltist meiri og meiri eftirvænt- ingu. Seytján, átján — og síðasti maðurinn var á leiðinni. Nú hlaut hámarkið, sem beðið var eftir, að koma, annars var leik- urinn tapaður. Nítjándi maðurinn fór inn í tjaldið og kom út aftur. Dauðaþögn hvildi enn yfir öllu. Við höfðum sett allt traust okkar á asna — og hann hafði brugðizt okkur. En Mahmoud Ibn Moosa hvíslaði sef- andi að mér: „Sittu bara áfram þegjandi. Allt fer eins og vera ber!“ Mennirnir sátu nú frammi fyrir honum í sömu sætum og áður. „Standið á fætur!“ skipaði hann. Þegar allir stóðu upp, bætti hann við. „Réttið fram hendur ykkar með 94 HEIMILISRLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.