Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1966, Side 12

Heimilisblaðið - 01.05.1966, Side 12
LEIKUR AÐ LÍFSINS SKÚPUM Smásaga eftir POUL-LOUS HERVIER „Herra meistari trúið þér líka á örlög og fyrirboða?" Jean Dujardin, hinn þekki rithöfundur, virti fyrir sér brosandi hina ungu stúlku, sem spurði hann, stúlkuna sem ekki hafði sagt eitt einasta orð meðan á máltíðinni stóð, fyrr en nú. „Alveg skilyrðislaust, mademoiselle!" Veitingakonan, sem heyrt hafði svarið, laut nú brosandi að honum og sagði í leið- réttingartón: „Madame,“ og bætti svo við til skýringar: „Gyldis vinstúlka mín hefur þegar verið gift og er ekkja — því mið- ur.“ Dujardin virti fyrir sér með óblandinni aðdáun andlitsdrætti hinnar ungu ekkju, en tjáningarrík augu hennar horfðu á hann á móti, og þetta var mjög falleg stúlka. Hann sagði: „I lífinu kemur það iðulega fyrir mann, að ýmis konar atvik fá jafnvel tortryggn- asta mann til að gruna, að eitthvað — við getum kallað það örlögin — vaki yfir manni og beini frá okkur þeim hættum, sem ógna okkur, eða komi í veg fyrir, að við gerum glappaskot sem við höfum verið komin á fremsta hlunn að fremja. Oft og einatt hafa slíkar örlagadísir gefið mér viðvörunar- merki, og þegar ég hef hugleitt það sem síðan hefur átt sér stað, hef ég stundum spurt sjálfan mig, hvort það hafi ekki allt saman verið næsta ótrúlegur draumur. Ég get nefnt yður eitt eða tvö dæmi, svo þér getið sjálf dæmt um það; og jafnvel þótt ég sé rithöfundur, geri ég ráð fyrir að þér séuð sammála mér um það, að það er ekki hugarflug mitt, sem þarna hefur komið til skjalanna." Monsieur Dujardin var vanur því, að á 100 hann væri hlustað, þegar hann talaði. Hann hækkaði því róminn, svo að nærverandi gestir gætu fengið hlutdeild í því, sem hann var að segja Gyldis. Hann var fyrirtaks sögumaður og rödd hans var einkar þægi- leg. Þegar svo þar við bættist, að hann var myndarlegur maður, óvenju fríður að auki, er ekki að undra þótt augnaráð kvenna beindist að honum sem heillað, og athygli þeirra væri óskipt, þegar hann talaði. „Það var í kvöldboði einu fyrir eitthvað tíu árum, að ég kynntist ungri stúlku. Rétt í því sem verið var að kynna okkur, var verið að leika foxtrott, sem þá var mjög í tízku og hét „Þú ert hjarta mínu nœr“. Lag þetta beit sig fast inn í vitund mína og varð síðan það sem ég vil nefna kenni- lag mitt. Strax í byrjun var það sem sagt upp- hafið að einhverju fögru: stórri ást. Og svo merkilegt sem það er, hefur það ætíð síðan verið fyrirboði og upphaf mikilla at- burða og ákvarðana í lífi mínu.“ Rithöfundurinn þagnaði andartak, laut höfði og andvarpaði veikt, um leið og hann minntist horfinna tíma í þögn. Hann renndi augum sem snöggvast yfir til hinna mörgu andlita, sem veittu orðum hans athygli, og hélt síðan áfram: „Hálfu ári síðar átti ég að fara til Mar- seille til þess að taka á móti unnustu minni, sem var að koma úr ferðalagi til Egypta- lands. 1 því sem ég ók framhjá La Cannébiére, lét ég vagninn nema staðar, því að ég heyrði hljómsveit á litlu veitingahúsi leika kennilagið mitt. Svo hélt ég áfram leiðar minnar, en viðlagið hélt áfram að óma í eyrum mér. En þegar ég kom að skipshlið, fékk ég þær verstu fréttir sem hugsazt gat: Unga og fagra unnustan mín hafði látizt um borð á leiðinni, af skyndilegri lungna- bólgu.“ Löng augnhár ekkjunnar titruðu, rétt eins og hún væri að gráti komin. „Eftir þetta,“ hélt Dujardin áfram, „hef- ur það ekki brugðizt i eitt einasta skipti, að þegar ég hef þurft að taka örlagaríka ákvörðun eða eitthvað óvenjulegt verið í HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.