Heimilisblaðið - 01.05.1966, Síða 13
þann veg að henda mig, þá hefur kenni-
lagið mitt fyrirvaralaust skotið upp koll-
inum rétt áður. Daginn áður en ég fékk
stóru verðlaunin heyrði ég lagið leikið á
grammófón í garði nágranna míns — hvað
eftir annað. Við miðdegisverðarboð í
bandaríska sendiráðinu, þar sem Samuel
C. D. Morris, kvikmyndajöfurinn stóri,
lagði til, að ég undirritaði samning um
kvikmyndun einnar skáldsögu minnar, þá
lék hljómsveitin einmitt þetta lag. Þetta
eru aðeins örfá dæmi af mörgum — en
skýringu á þessu get ég ekki gefið fram
yfir þá, að mér finnst þetta vera einkonar
vísbending örlaganna.“
„Hversu sérstætt!“ stundi Gyldis djúpt
snortin og leit á Dujardin sínum stóru og
tjáningarríku augum.----------
Síðar um kvöldið var talað um að fara
í smá ferðalag að litlu sveitaveitingahúsi
í fögru umhverfi ekki langt frá Houdan.
Gyldis, sem sjálf ók í eigin litlum sport-
bíl, var komin þangað á undan öllum öðr-
um.
„Skyldi Jiann koma?“ spurði hún sjálfa
sig hvað eftir annað.
Hún settist við eitt smáborðanna fyrir
utan krána og beið eftir hinum. Frá garð-
húsi skammt frá bárust til hennar angur-
værir fiðlutónar. Auðheyrt var, að það
var enginn viðvaningur sem lék, og Gyldis
hlustaði hugfangin. Skyndilega fékk hún
hugmynd. Hún spratt á fætur, gekk á hljóð-
ið og þangað sem listamaðurinn sat i hópi
uokkurra vina sinna.
„Ö, monsieur, ég mætti vist ekki fá að
tala við yður örfá orð undir fjögur augu,“
sagði hún við hann og var mikið niðri
fyrir.
Fiðluleikarinn reis á fætur kurteislega,
brosti við og fylgdi hinni ungu konu af-
síðis.
„Ekki vænti ég, að þér kannizt við lagið:
>Pú ert hjarta mínu nasr?“ Það er eftir
Aris og hefur mikið verið spilað.
Maðurinn leit á Gyldis og brosti við
henni eins og hann talaði við lítið barn.
)>Ég kannast óneitanlega við það lag,
uiademoiselle, og það er engin tilviljun, því
það er ég sjálfur, sem bjó það til.“
),Ö, monsieur," sagði Gyldis og roðnaði
af hrifningu. „Mynduð þér vilja spila þetta
lag fyrir mig, en ekki fyrr en eftir dálitla
stund? Þér mynduð gera mér mikinn greiða
__ nei, meira en það, veita mér óendan-
lega gleði.“
Tónskáldið hét því að verða við ósk
hennar, og Gyldis snéri aftur að borði
sínu.
Hitt fólkið kom andartaki síðar, og Du-
jardin var óseinn á að koma til Gyldisar
þangað sem hún sat.
„Ég vona, að ég fái leyfi til að sitja hjá
yður,“ sagði hann.
Það var lagt á borð í stóra garðinum,
og samtalið gekk fjörlega. En allt í einu
þögnuðu allir og hlustuðu. 1 mildu júní-
logninu hljómuðu tónar lagsins „Þú ert
hjarta mínu ncer“, og enginn var í vafa um,
að það var meistari, sem strauk streng-
ina.
Dujardin kipptist við þar sem hann sat,
og ósjálfrátt leit hann á ungu og fögru ekkj-
una, sem sat við hlið hans.
„Enn ein viðvörunin, — en í þetta sinn
hugsa ég, að kennilagið mitt boði mér
mikla hamingju," hvíslaði hann, og hönd
hans luktist um eilítið skjálfandi fingur
Gyldisar.
Þetta er ekki tízka í fugla-
heiminum, heldur er þetta
hrokkinhærði pelikaninn, sem
alls ekki á neitt skylt við
Bítlana.
H E I M I LI S B L A Ð I Ð
101