Heimilisblaðið - 01.05.1966, Page 15
því að hann vissi, hve mikil svefnpurka
klunnalegi æðarfuglinn var. Það reið bara
á að sofna alls ekki, og þá var því máli
borgið, hélt toppskarfurinn.
Það leið ekki heldur á löngu, áður en
æðarfuglir.n blundaði. En toppskarfurinn
hélt sér vakandi alla nóttina.
Loks liorn fyrsta dagsskíman í ljós úti
við sjóndeildarhringinn. Þá gat toppskarf-
urinn ekki stiilt sig lengur, en hrópaði:
>>Dagur í hafi, dagur í hafi,“ svo að æðar-
fuglinn hrökk skyndilega upp af svefnin-
um.
En þá gat toppskarfurinn ekki heldur
vakað lengur. Augun lokuðust af þreytu,
°g svefninn náði tökum á honum, en æðar-
fuglinn var glaðvakandi og horfði í kring-
um sig í allar áttir.
Og þegar sólin kom í ljós úti við sjón-
deildarhringinn, fiýtti æðarfuglinn sér að
hrópa, um leið og hann hnippti í topp-
skarfinn, sem valt hálfsofandi um koll á
skerinu: „Sólin er komin, sólin er komin.
Ég hef unnið indæla dúninn!“
Og það reyndist brátt vera sannleikur.
Því að þegar sumarið kom og hann ætlaði
að fara að liggja á eggjum, sáldraðist in-
dælasti dúnn af skrokki hans, svo að hreiðr-
ið varð eins og hlýtt rúm.
Síðan hafa allir æðarfuglar getað haft
yndislegasta dún í hreiðrum sínum.
En hvað varð af toppskarfinum grobbna?
Hann missti ekki aðeins af dúninum in-
dæla, heldur fékk hann aðra refsingu i
viðbót, af því að hann gat ekki þagað,
þegar réttur tími var kominn: Tungan í
honum minnkaði nær því niður í ekki neitt,
til þess að hann blaðraði ekki í ótíma.
Og síðan hafa allir toppskarfar verið
nær því hljóðlausir, og geta aðeins komið
upp mjög lítilfjörlegu, hásu gargi.
Og þess vegna er sagt enn þann dag í
dag í Færeyjum um þann, sem talar bæði
í tíma og ótíma: „Hversvegna missti topp-
skarfurinn tungu sína?“
Lalska kvikmyndaleikkonan,
Fayda Faggin, er mikill katta-
vinur, eins og sjá má á safni
hennar, en til að létta undir
wieð hreinlæti á hinu fallega
oeimili hennar í Róm, voru
Kettirnir hafðir úr leir.
Maðurinn, sem er að koma
þarna yfir Westminsterbrúna
í Lundúnum, er sænski um-
ferðarstjórinn, Ingimar Rostedt
frá Stokkhólmi. Hann er þarna
í frii og notar það til þess að
kynna sér umferðamál í Lund-
únum.
Hinn mikið umtalaði rússneski
rithöfundur, sem nýlega kom
til íslands, Valerij Tarsis, var
áður á ferð í Bandaríkjunum,
þar sem hann var að semja
við útgáfufyrirtæki um útgáfu
bóka sinna.
HEIMILISBLAÐIÐ
103