Heimilisblaðið - 01.05.1966, Blaðsíða 22
Þessi veðurathugunarturn var
byggður I Sannion í Englandi.
Skermur turnsins er útbúinn
til að taka á móti veðurat-
hugunum frá gerfihnöttum.
Á tízkusýningu í Lundúnum
nú nýlega voru þessir hattar
sýndir, og nefndir tebollinn og
sykurskálin.
Dvergríkið Andorra í Pyrenea-
fjöllum hefur nú gefið út tvö
frímerki, sem auglýsa Andorra
sem vetraríþróttasvæði.
Hið nýja enska skólaskip,
„Winston Churehill" er nú á
vígsluferð. Á myndinni sést
skipstjórinn vera að sýna ung-
um sjóliða, hvernig hann á
að beita skipinu í vindinn.
Fuglafræðingurinn Sepp Wen-
sauer í Bæjaralandi hefur frá
unga aldrei aðallega kynnt sér
líf ránfugla. Á myndinni er
hann með veiðifálka, sem nú
er orðið erfitt að fá, og kosta
frá 100000 til 200000 kr.
Síðastliðin 28 ár hefur ekki
fæðzt úlfaldi af egypzku kyni
í dýragarðinum í Lundúnum
fyrr en nú í vor. En vegna þess
að móðirin vildi ekkert sinna
kálfinum, varð hann að láta
sér nægja pela dýravarðarins.
110
HEIMILISBLAÐIÐ