Heimilisblaðið - 01.05.1966, Qupperneq 23
BORINN TIL AUÐS
EFTIR
Clarence Buddington Kelland.
m.
HINN BEISKI SANNLEIKUR
Ogden Pieter Van Stael starði öldungis
orðlaus á fyrirsögnina, sem tilkynnti, að
menn hefðu fundið limlest lík hans sjálfs.
Þetta var viðurstyggilegt. Hann settist á
gryf jubarminn án þess að hirða frekar um
ungu stúlkuna með rauðgullna hárið, og
reyndi að koma lagi á hugsanir sínar.
,,Ég er alls ekki dáinn,“ sagði hann við
sjálfan sig. „Ég sit hér. Það hefur eng-
inn myrt mig. Ég ætla mér að setja mig í
samband við Ben frænda. Hann hlýtur að
kunna einhver ráð. Hinn látni var í fötun-
um mínum.“
Tilhugsunin kom köldu vatni til að renna
honum milli skinns og hörunds. Það var
andstyggileg tilhugsun, að líkið skyldi hafa
verið klætt þeim fötum, sem hann sjálfur
bar svo seint sem kvöldið áður.
Svo varð honum hugsað til draumsins —
þessa óvenju raunverulega draums, þar sem
hann hafði séð ókunnan mann liggja endi-
langan á gólfinu í herbergi, og blóðpollur
við öxl hans, en ung stúlka með rauðgullið
hár og mjög fáklædd stóð við hliðina.
Getur það verið þetta? spurði hann sjálf-
an sig. Var það vettvangur morðs, þetta sem
hann hafði óvænt og óviljandi hrakizt inn
á? Einhver hafði slegið hann í hnakkann,
svo að hann missti meðvitund. Þeir gátu
hafa rænt hann fötunum við sama tækifæri.
Já, vissulega gátu þeir hafa gert það, og
bað gat hafa verið morðinginn, sem kom
honum í flutningavagninn. Hann var orð-
mn viðriðinn morðmál! Hvað átti hann nú
að gera? Hann varð að komast í samband
við Ben frændá.
Hann leit á ungu stúlkuna sem stóð með
hattinn í annarri hendinni, en greiddi sér
með hinni. Hár hennar var rauðguilið. Það
var athyglisvert, að hún hafði nákvæmlega
sama háralit og sú um nóttina, og það kom
honum ósjálfrátt til að fara að öllu með
gát.
„Hvaðan komið þér eiginlega?“ spurði
hann.
„Frá New York,“ svaraði hún.
„Voruð þér í New York í gærkvöldi?“
„Hef ég verið að angra yður með nær-
göngulum spurningum?” gegndi hún. „Þér
eruð sjálfur harla dularfullur."
„Voruð þér í New York í gærkvöldi?“
spurði hann aftur og nokkuð ákveðinn.
„Ojá, það var ég.“
„Hvers vegna fóruð þér þaðan?“ spurði
hann.
„Vegna þess að mér fannst malbikið orð-
ið heldur heitt til að ganga á,“ svaraði hún.
„En nú er röðin komin að mér: Hvað var
það sem þér lásuð í blaðinu, sem kom yður
til að fölna upp?“
Hann lét sem hann heyrði ekki spurn-
ingu hennar. Honum fannst ekki hin rétta
stund til að gefa upplýsingar um sjálfa sig,
sízt af öllu við ókunna unga stúlku með
rauðgullið hár.
„Hvað störfuðuð þér í New York?“
spurði hann.
„Leyfið mér að sjá blaðið.“ Hún rétti
fram höndina. Hann reif blaðið í tættlur
og vöðlaði þeim saman milli handanna.
„Nú, var það svona alvarlegt," sagði hún
og yppti öxlum. Síðan ákvað hún að svara
spurningu hans: „Ég fékkst dálítið við að
dansa og syngja. En það sem ég helzt fæ
peninga fyrir eru mínir vel-löguðu fót-
leggir."
„Þér komuð akandi í flutningabíl." sagði
hann.
„Þetta er ómerkileg athugasemd,“ gsgndi
H E I M I LI S B L A Ð I Ð
111