Heimilisblaðið - 01.05.1966, Side 24
hún hranalega. ,,Maður verður að bjarga
sér sem bezt maður getur. Ég er ekki fædd
í höll við Park Avenue. Maður verður að
læra að bjarga sér, ef maður á ekki að
svelta.“
„Hvers vegna fóruð þér ekki með járn-
brautarlest?" spurði hann.
„Af tveim ástæðum," svaraði hún. „önn-
ur var sú, að ég átti ekki fyrir farinu.“
„Ég á enga peninga heldur,“ sagði hann.
„Eigið þér við, að ung og falleg stúlka eins
og þér vinnið fyrir yður sjálf?“ spurði
hann svo.
„Já, og fyrir þrem eða fjórum manneskj-
um að auki,“ svaraði hún.
Honum varð hugsað til síns heimskulega
veðmáls við Tommy Pilcher. Nú var hann
staddur undir þeim kringumstæðum, sem
krafizt var af honum samkvæmt veðmál-
inu, en hann hafði enga hugmynd um, til
hvaða ráðs hann ætti að grípa. Svo auð-
mýkjandi sem það yrði, þá myndi hann
neyðast til að viðurkenna fyrir Tommy,
að hann væri ekki fær um að vinna fyrir
brauði sínu í svo mikið sem þrjá daga, hvað
þá í þrjá mánuði.
„Ég verð að geta komizt í síma,“ sagði
hann.
„Hvað ætlið þér að setja í símann, þótt
þér náið í hann? Þér sem ekki eruð með
nokkurn pening á yður.“
Engir peningar. En allt var undir því
komið að hafa peninga.
„Sjáið þér kringlótta fyrirbærið þarna
á himninum?" spurði hún og benti á sól-
ina. „Þegar það hverfur að baki trjánna,
þá er komið kvöld, og síðan kemur nótt.
Sumt fólk notar nóttina til að sofa. Ef þér
kærið yður ekki um að láta fyrirberast
næturlangt undir berum himni og vakna
með döggvott hár,“ bætti hún við, „ættuð
þér að reyna að koma yður í einhvern
stað þar sem möguleiki er að fá að sofa
í rúmi.“
„Þrjátíu og fimm kilómetrar að næsta
rúmi,“ sagði hann stúrinn.
Hún greip rispaða töskuna sína og benti
á veginn. Þau reikuðu af stað og komust
framhjá tveim símastaurum. Háir hælar
hennar skullu óþægilega á steinsteyptum
veginum. Ogden Pieter dró örlítið fæturna.
Svo var allt í einu eins og hann myndi eftir
einhverju.
„Afsakið,“ sagði hann. „Ég er svo niður-
sokkinn í hugsanir mínar. En látið mig bera
töskuna yðar.“
„Langar yður til að bera töskuna mina?“
spurði hún og leyndi ekki undruninni í rödd-
inni.
„Að sjálfsögðu," svaraði hann.
„Nú, en yður svimgr, og þér eruð óstöð-
ugur á fótunum.“
Hann losaði hana við töskuna og hélt
áfram að dragast eftir veginum. Hún gaut
til hans auga, undrandi. Þannig héldu þau
áfram þögul, unz hún nam staðar skyndi-
lega.
„Svei mér þá, ef það er ekki einn flutn-
ingavagn í viðbót — jafnvel tveir. Heimur-
inn er auðsjáanlega yfirfullur af flutninga-
vögnum í dag!“
Þau höfðu að baki stóra beygju á vegin-
um. Drjúgan spöl álengdar sáu þau gamlan
flutningabíl, sem hallaðist. með hægra fram-
hjól úti í skurði við vegbrúnina. Enn nær
kom annar flutningavatn æðandi í áttina
til þeirra, stór rauðmálaður bíll. Á hlið-
um hans mátti langa leið lesa stafina
ACME málaða með stóru hvítu letri.
Herðabreiður og þrekvaxinn náungi steig
út úr hinum hálfoltna flutningabíl og virt-
ist vera mjög gramur. Hann hrópaði og
steytti hnefana og kastaði steini á eftir
rauða flutningavagninum, en bílstjóri hins
síðarnefnda hallaði sér út og brosti til hans
og veifaði. Sá herðabreiði sat þar sem hann
var kominn, en hélt þó áfram að bölva.
Hann kom auga á Ogden Pieter og Peggy
og gaf þeim óblítt auga.
„Sáuð þið hann? Sáuð þið hann?“ hróp-
aði hann, þegar þau komu nær. „Hann kom
mér til að aka út af, þessi þrjótur. Og hann
gerði það með vilja.“
„Hvers vegna ætli hann hafi gert það
með vilja?" spurði Peggy.
„Þið sáuð þó sjálf, að þetta var ACME-
vagn. Einn af flutningavögnum Bornsons."
Svo leit út, sem hann áliti þetta næga skýr-
ingu, en Peggy var enganveginn ánægð með
hana.
„Hvers vegna ætti ACME-vagn að vilja
fá yður út i skurð?“ spurði hún.
112
HEIMILISBLAÐIÐ