Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1966, Síða 27

Heimilisblaðið - 01.05.1966, Síða 27
Það eina, sem hann gat með rétti kallað sína eign, voru einir handsaumaðir skór. °g einir silkisokkar. Það var ekki beinlínis auðvelt að átta sig á þessu í svipinn. I gærkvöldi hefði hann getað krafizt alls og fengið það á stundinni. Nú gat hann einskis krafizt. Ef hann vildi fá eitthvað til að borða, varð hann að vinna fyrir því. Ef hann vildi eignast föt utan a sig, varð hann sjálfur að verða sér úti um þau. Ef hann vildi fá rúm til að hvílast í» varð hann að leita sér að því. Hvernig fór maður að slíku og þvílíku? hugsaði Ogden Pieter. Hann leit á Mertz °g á vélamanninn, sem voru að baksa við hjólið. Annar þeirra vann fyrir sér með því að aka flutningabíl, hinn með því að gera við slíka bíla, svo að þeir væru öku- færir. Hvort tveggja varð maður að læra. Fyrirkomulagið var einfaldlega þannig, að fólk lifði af því að vinna hvað fyrir annað; einn seldi vinnu sína öðrum, annaðhvort hkamsorku sína eða andlega vizku og þekk- ingu. Þarna var nú Ogden Pieter kominn og gerði sér það ljóst, að hann hafði yfirleitt enga þekkingu á neinu sviði. Hann hafði sgæta líkamsburði, en hann hafði aldrei iært að nota þá til neins, sem orðið gæti tii að afla honum fjár. Mertz leit upp og horfði á Ogden, en svitinn bogaði af honum. Andlit hans var atað smuroiíu. Augnaráð hans var ekki laust við kaldhæðni. Hann rétti úr bakinu, þerraði sér í framan með treyjuerminni °g sagði við Peggy Fogarty: „Hann er kannski of góður til að rétta hjálparhönd eða hvað?“ Og um leið hnykkti hann höfði í átt til Ogden Pieters. „Menn eru misjafnlega gerðir,“ svaraði peggy. »,Ég kann nú bezt við, að þeir séu sem hkastir þegar um er að tefla að láta hendur standa fram úr ermum,“ sagði þá Footsy Mertz. Ogden Pieter heyrði nú ávæning af því sem þeim fór á milli. Hann fyrirvarð sig fyrir að hafa ekki skilið þetta hjálparlaust, en honum fannst jafnframt sem hann hefði hrapað niður í áður óþekktan heim þar sem hann skildi ekki, hvernig bar að haga sér. ,,Ég er hræddur um,“ sagði hann, ,,að ég yrði bara fyrir.“ „0, við skulum gefa þér nóg svigrúm,“ sagði Footsy. Ogden Pieter gekk til þeirra og stóð kyrr án þess að aðhafast. „Ég er reiðubúinn að hjálpa ef ég get,“ sagði hann, „og ef þið segið mér, hvað ég á að gera.“ „Hefurðu aldrei skipt um dekk?“ sagði vélamaðurinn og klóraði sér í höfðinu. „Aldrei,“ svaraði Ogden Pieter. „Aldrei skipt um hjól,“ tautaði vélamað- urinn grallaralaus og áttaði sig ekki á því, hvort þetta átti að vera fyndni. „Aldrei.“ „Nei, ég heyri það,“ sagði Footsy Mertz. „Hvað geturðu eiginlega gert?“ „Því miður kann ég ekkert,“ svaraði Ogden Pieter. „Það er þægilegt út af fyrir sig, ef mað- ur kemst bara af með það,“ sagði véla- maðurinn. „Hvað gerðirðu síðast?“ spurði Footsy. „Ég hef aldrei unnið neitt,“ svaraði Og- den Pieter. „Það var og. Því ekki, ef ég má spyrja?“ „Ég hef aldrei þurft þess.“ „Ég sá einusinni kind með tvö höfuð,“ sagði þá vélamaðurinn. „Ég verð að segja, að það er líka merkileg sjón.“ „Vertu svo vænn og veltu þessu hjóli í áttina til okkar,“ sagði Footsy. Ogden Pieter beygði sig yfir þungt hjólið, reisti það á rönd og velti því til mannanna. Hjólið var sett á öxulinn, skrúfað fast, og vagninn kominn á réttan kjöl. Þegar verkinu var lokið, steig vélamað- urinn upp í bíl sinn, en leit um öxl aftur og á Ogden Pieter, áður en hann setti í gang. „Það hlýtur nú að vera vitleysa þetta, með þennan mann,“ sagði hann við Footsy. Svo ók hann brott. „Er það enn ætlun ykkar að komast til Lenox?“ spurði Footsy Mertz. „Það er ekkert verra þar en annars stað- ar,“ svaraði Peggy. „Er ekki hægt að senda símskeyti þaðan?“ „Jú, ef þér hafið peninga.“ „Þá höfum við, þegar þér borgið okkur,“ sagði Peggy. úeimilisblaðið 115

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.