Heimilisblaðið - 01.05.1966, Síða 40
Spegill Kalla og Palla hefur brotnaS og nú eru
þeir á heimleið með nýjan spegil, sem þeir keyptu
í kaupstaðnum. Hin dýrin eru afar forvitin og
biðja um leyfi til að spegla sig. „Ó, er ég svona
falleg!“ hrópar kengúran, og slangan og strútur-
inn eru líka mjög ánægð með útlit sitt. Nú er
nóg komið, hugsa bangsarnir dálítið óþolinmóðir
og halda áfram heimleiðis. „Kalli og Palli, bíðið
þið svolítið, mig langar svo til að spegla mig!"
Böð eru dásamleg, finnst litlu björnunum tveim,
sem geta leikið sér tímunum saman í vatninu.
1 dag keppast þeir um, hvor geti haldizt lengur
í kafi. „Ég taldi upp að tuttugu á meðan ég var
í kafi!" hrópar Kalli. „Getur þú gert betur, Palli?"
„Ja, ætli ekki það", svarar Palli öruggur og kastar
sér út í vatnið. En þá kemur Júmbó og eyðilegg-
ur allt. „Ég get verið mikið lengur i kafi en þið",
hrópar grísinn. Það urðu aumingja dýrinu mikil
vonbrigði. „Er ég í raun og veru svona ljótur",
segir grísinn grátandi, „enginn kærir sig um að
sjá mig....ö“ „Þú ert þó mjög snotur", segja
Kalli og Palli í iiuggunartón, „sjáðu, nú færðu
silkiband um hálsinn, þá likist þú marsipangrís".
Þetta bætti skap gríssins, því að ekkert annað
dýr hafði silkiband um hálsinn.
gortar hann, „eigum við að reyna allir í einu?"
Með skvampi miklu hoppar Júmbó út í lendir á
hafsbotni. Kalli gefst fyrstur upp við að halda
niðri í sér andanum. „Svikahrappurinn Júmbó!"
þrumar Kalli, þegar hann kemur upp á yfirborðið,
„já, auðvitað getur hann verið lengst i kafi með
því að halda rananum yfir vatnsborðinu".