Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.11.1977, Síða 14

Heimilisblaðið - 01.11.1977, Síða 14
SKUGGINN Framhaldssaga eftir George Owen Baxter Hún endurtók söguna, sem ókunnugi maðurinn hafði sagt hennni. En þvi meira, sem hún sagði, því ótrúlegra varð það í hennar eigin eyrum. Maður, sem kemur í lítið þorp, lendir í áflogum, lætur glæpa- mann klófesta sig, er rændur bæði pen- ingum og úri, fer svo að spila um jafn fáránlegt, eins og að ríða upp á eitt fjall- ið og kveikja bál. Hann fer og kveikir bálið, þá flykkjast menn að úr öllum átt- um og ætla að taka hann fastan, en hann flýr til næsta þorps á hesti þeim, er hann fékk hjá glæpamanninum. Af því að hest- urinn þekkist, er aftur ráðist á hann, en hann kemst þó undan og í næsta þorp. Þegar þangað kemur, leggur hann líf sitt í hættu við að brjótast inn í fangelsi og frelsa mann, sem hann þekkir hvorki haus né sporð á — og aðeins til að verða við ósk, sem hann fékk í bréfi, er kom inn um gluggann, frá stúlku, sem hann hafði aldrei heyrt getið. Svona var innihaldið í sögunni, sem hún ætlaðist til, að fjöldi fullorðinna manna tryði. Hún var kafrjóð af því, hvað þetta hlyti að hljóða hlægilega í eyrum þeirra, er á hlýddu. Hún efaðist jafnvel sjálf, en svo datt henni í hug hið rólega andlit Tom Converse, þessa karlmannlegu ásjónu, sem hún hafði séð í bjarmanum af eldspýtunni. Og nú mundi hún eftir hinum sannleikselskandi Tom, sem ekki hefði verið að ljúga að henni. Því mundi hún aldrei trúa. Frekar mundi hún trúa hverri ótrúlegri og ævintýralegri sögu sem hann segði T 1 henni. Hún kreppti hnefana og horfði þrá- kelknislega framan í mennina, sem áttu bágt með að dylja brosið á andlitum sínuin- Þótt það væri sheriffinn, brosti hann, og hafði hann samt ábvggilega mestan skilning til brunns að bera. „Þetta er satt!“ hrópaði hún. „Ég veit vel, að það lætur undarlega og ótrúlegn í eyrum, en það er satt. Hann er Skugg' inn!“ Það kom ekkert beint svar. Það var enginn í hópnum, sem gat fengið sig til að segja það lygi, er hún sagði. Fyrir ut- an Joe Shriner. Sjálfsálit hans og hégóma' girni hafði Skugginn sært svo mjög, að hann tók ekkert tillit til tilfinninga ann- arra. „Þessi maður úti í skóginum“, sagð1 Shriner, „er það sá sem náði Benn PlumiU' er úr fangelsinu ?“ „Það er hann, sem frelsaði Benn út úr fangelsi yðar“, sagði unga stúlkan, „°S gerði það án þess að það kostaði nokkun1 blóðdropa, þótt hann gæti farið með þrja menn alveg eins og hann vildi“. Þetta var játning, en það var líka gott svar. Þetta hefði allsstaðar verið kölltið góð röksemd, og sheriffinn var um stund á báðum áttum. En svo deplaði hann aug' unum og hristi höfuðið. „Þetta lætur vel í eyrum“, sagði shei-' iffinn, „en það stoðar ekki, þrátt fvr11’ það“. „Hvers vegna ekki ?“ spurði unga stúlk' an. Af því að það eru alls ekki til tveit HEIMILISBLAÐlP 194

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.