Heimilisblaðið - 01.11.1977, Blaðsíða 24
bandi við þig. Ekkert. Hjá mér ert þú
dauður“.
Ef hún hefði verið áköf og ásakandi,
hefði hann kannske huggað sig við, að hún
hefði þó svarað. En það, á hvern hátt hún
talaði, kom honum til að hopa ögn aftur
á bak og beygja höfuð og herðar eins og
heljar þungu oki hefði verið slengt á hann.
Sylvía sá það og gat ekki annað en undr-
ast, að maður með hans skapgerð gæti bor-
ið miklar tilfinningar til konu.
Það leið góð stund áður en hann kom
upp nokkru orði.
,,Ef þú aðeins vilt hlusta á mig, Sylvía,
þá held ég . . .“
„Getur þú ekki skilið, að það þýðir ekk-
ert að reyna að snúa sig út úr þessu“, sagði
hún harðmælt eins og hún vildi losa hann
við þá kvöl, sem. það mundi valda honum
að tala um þetta mál.
,.Ég er ekki að hugsa um að ljúga að
þér“, sagði Skugginn hægt, um leið og
hann lyfti höfðinu með erfiðismunum og
reyndi að bera sig cins og áður. „Þótt ég
vissi, að lygi gæti unnið álit þitt á mér,
mundi ég ekki nota mér það, Sylvía. Það,
sem ég hef unnið á móti Tom Converse,
er kannske rangt. Eg veit það ekki, en það
getur vel verið. Ég krefst ekki, að þú lítir
á það öðru vísi en þú gerir núna, og þegar
þú lítur yfir minn æviferil, lítur hann ekki
vel út í þínum augum. En Sylvía, það er
eitt, sem er hreinn sannleikur og mun ætíð
verða. Ég elska þig. Hvernig sem ég er
á öðrum sviðum, er ég þar fölskvalaus. Ég
elska þig, Sylvía. Hugsanirnar um þig hafa
alltaf verið það góða í mér, og ég veit, að
ég get aldrei glymt þér. Hefur það alls
enga þýðingu fyrir þig?“
„Ef ég á að vera hreinskilin, vei'ð ég
að játa, að það hefur þýðingu“, svaraði
hún. „Það hefur skipt mig svo miklu máli
þessi ár, að ég hef lagt mína heilrigðu skyn-
semi á hilluna og reynt að hugsa aðeins
það besta um þig. En framkoma þín gagn-
vart Tom Conversre er lokaþátturinn. Og
nú er tjaldið fallið“.
„Bara fjandinn tæki þennann Tom Con-
verse“, sagði Skugginn með saman bitn-
um tönnum. „Ef sá náungi hefði ekki haft
svo mikla vitglóru, að . .“
„Þú skalt ekki seg’ja meira“, tók Sylvía
fram í fyrir honum. „Æ, Jim, þú veist
ekki, hvað þessi orð segja mér. Þú hatai'
hann, af því þú veist, að hann er betri en
þú“.
„Betri?“ sagði Skagginn. „Já, betri ti|
að fara með í skógarför. En þegar ég hitti
hann . . .“
„Þegar þú hittir hann og stendur auglit1
til auglitis við hann“, sagði unga stúlkan
áköf, „þá munt þú liggja eins og sveskja' •
„Aldrei... aldrei...!“
„Þú munt gera það, Jim, því Tom er
sterkari en þú“.
„Sterkari? Hvaða þýðingu hefur þa&
hvor er sterkari. Það er bara að vera snai'
í snúningum og viss“.
„Hann er hvorttveggja. Skoðaðu þinr
innri mann, Jim. Þú verður að játa, að Þu
ert hræddur við hann. Hugsunin um hann
leggur þig í einelti — og skelfir þig“.
„Hver segir það?“ spurði Skugginn
færðist ofurlítið í herðarnar.
„Ég sé það á andlitinu á þér, Jim“, sagðj
unga stúlkan blátt áfram. „Þú berð ekk’-
höfuðið jafn hátt og áður; þegar fólk tal'
ar um þig, þá horfirðu niður fyrir þi£'
Þú ert óstyrkur á taugum og skjálfhentui' •
„Hönd mín er nógu styrk“.
„En ekki þegar þú mætir honum“.
„Sylvía, ég held næstum, að þú óskú
eftir, að hann drepi mig. Er það tilfellið
„Ég vona, að hann moli þig niður“, svai'
aði hún. „Og það mun hann líka gera.
vona það, því annars veit ég, að þú fyi£11
honum eftir með öllu þínu hatri og reynl1
jafnvel að myrða hann á laun“.
Hann var orðinn mjallhvítur í andlitinU’
H E I M I L I S B L A Ð 1 P
204