Heimilisblaðið - 01.11.1977, Síða 28
vikið til hliðar ykkar vegna ... ó, ég vildi,
að ég væri keisari í landinu í eina tvo daga,
'þá skyldi ég svei mér kenna bændnnum,
hvernig þeir eiga að hegða sér! Ég skvldi
breyta ykkur í hrein og bein engilböm . . .
það er bara verst, að ég er ekki keisari og
verð það aldrei! Skattheimtumaðurinn
hneppti að sér úlfskinnsfrakka sínum og
reigði sig og ók sér í.honum eins og kjúkl-
ingur, sem leitast við að komast úr egginu.
— En góði herra skattheimtumaður,
Drottinn skapaði heiminn og okkur öll, og
hann reiknaði það út, að konur þyrftu ekki
á skeggi að halda, og þess vegna fengu
þær ekki skegg. Og síðan reiknaði hann út,
að asnarnir þyrftu á löngum eyrum að
halda, og þess vegna fengu þeir allir hver
sín tvö eyru .. . sagði Ondra með upp-
gerðarsakleysissvip.
— Hætt þú þínum heimskulega þvætt-
ingi, og reyndu að s.iá til þess, að við verð-
um dálítið fljótari í ferðum! Nú er farið
að dimma, og ég verð að komast heim aft-
ur, til þess að halda jólin hátíðleg með fjöl-
skyldu minni. Svo okrarðu líka, þrjótur-
inn þinn — tuttugu ieu fyrir tuttugu kíló-
metra! Ég er viss um, að þið bændurnir
kunnið listina að fétletta fólk. Sláðu nú 1
hestana, þrjótui-inn þinn! Annars sofna
þessar aumu truntur þínar áreiðanlega
milli vagnstanganna!
— Hott, hott, herrar mínir! Hott, hott!
hrópaði Ondra til hvatningar hestunum og
smellti með svipunni í loftinu.
— „Herrar m.ínir<‘ sagðir þú? Ég held
að þér færi betur að kalla þá „bræður“,
sagði skattheimtumaðurinn öskureiður.
— Því mundu þeir ekki taka vel, herra
skattheimtumaður! Það væri herin og bein
móðgun að kalla þá ekki herra. Hestarnir
mínir eru eins og raunverulegir herrar úr
borginni, skal ég segja yður! Þeir haga
sér alveg eins og embættismenn hjá yfir-
völdunum, fara nákvæmlega eftir fyrir-
framgerðri áætlun. Þeir vakna á morgn-
ana, og svo gefum við þeim að drekka á
vissum tíma og gefum þeim fóðrið sitt-
Síðan beitum við þeim fyrir, og þeir halda
af stað, það er næstum því hægt að segja-
að þeir fari á skrifstofuna sína, og svo
halda þeir áfram, bangað til kvöldar. Þeii’
borða kvöldmatinn sinn á ákveðnum tíma,
drekka vatnið sitt, „lesa blaðið“ má næst-
um því segja, og síðan sofna þeir. Þetta
er hreinasta embættismannalíf!
— Mér þætti gaman að vita, hvar þ11
hefur drukkið þig fullan! Hættu bessu
bulli, segi ég, því að öðrum kosti kem é£
of seint. Þú ert alls ekki heimskulegur aS
sjá ungi maður, raunverulega heimskuleg'
ur!
— Þér þurfið ekki að vera hræddui’>
herra skattheimtumaður, á þessum slóð-
um eru engir úlfar, sagði ekillinn á þam1
hátt, að hinn ævareiði fulltrúi laganna tók
að litast um með athugulu augnaráði.
— Ég er ekki hræddur við úlfa, ung1
vinur minn, heldur við að kvefast. Ég hef
engan tíma til að iiggja og bylta mér 1
bólinu.
Þeir skröngluðust áfram þegjandi stund-
arkorn.
— Jæja, svo þér eruð hér í embættisei''
indum ? Og hver er það nú, sem á að sýna
í tvo heimana í þetta skiptið?
Ondra sneri sér að farþeganum ni.eð
alvörusvip.
Skattheimtumaðurinn hikaði andartat
áður en hann svaraði. — 0, jæja, þú getn1
svo sem fengið að vita það. Stanoych0
heitir hann, lítill karl með gildan svíra.
— Hann þekki ég. Jæja, já, svo það eX
rúgurinn hans, sem þér hafið hugsað í®'
ur að taka. Ég verð að segja yður þa^’
herra skattheimtumaður, að Stanoycho el
fátækur aumingi, lárið þér nú miskunnin‘l
sitja í fyrirrúmi fyrir réttlætinu í þetb1
sinn! Munið þér eftir því, að nú eru
— Hann kann að vera fátækur, en han11
er líka hreinræktaður þrjótur!
H E I M I L I S B L A Ð IP
208