Heimilisblaðið - 01.11.1977, Page 36
Andrés frændi hefur gefið Kalla og Palla stóran,
fallegan gúmmíknött, og þeir byrja strax að leika
sér að honum. Hæ, en hvað það gengur vel, Kalli
sparkar knettinum faglega og Palli vill ekki vera
eftirbátur hans. „Sérðu!“ hrópar hann um leið og
hann skallar knöttinn eins og þaulvanir knattspyrnu-
menn gera. Höggið var svo öflugt, að það brakar *
hauskúpunni á Palla ,og hann dettur um koll.
þeir fá um annað að hugsa. Pullir ótta og eftirvæn*-'
ingar horfa þeir á knöttinn falla ofan á stingand1
kaktus og rifna með háum hvelli! Það var dapurlegur
endir á leiknum.
Kalla og Palla langar til að gefa litla, fallega gír-
affaunganum góða afmælisgjöf. „Til hamingju. Gjörðu
svo vel að stíga upp í,“ segja þeir við afmælisbamið,
sem stígur strax upp á hvalinn og sezt í hæginda-
stól Kalla og Palla, sem þeir hafa bundið á bak hvals-
ins. Síðan hefst hin dýrlega sigling. Hvalurinn er
mlklll sælkeri, og þegar hann nokkru seinna kemur
auga á nokkra gómsæta smáfiska á hafsbotninurn'
kafar hann ákafur niður án þess að hugsa um gíraf*3''
ungann í hægindastólnum. „Þúsimd þakkir
þessa dásamlegu ferð,“ segir gíraffaunginn, Þe®al'
hann kemur á land, „en það er gott að ég hef sv°n9
langan háls.“