Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1918, Page 10
vera að gerast. Og jólagjafirnar sem við fengnm,
— hvílíkir fjársjóðir, kertaljós og kökubiti og ef
til vill einhver ný flík, sem foreldrarnir af fátækt
sinni glöddu okkur með. Tæplega munnm við áður
liafa lifað önnur eins jól og á þeim dögum. En
þessmn endurminningum fylgja nú oft angurværar
tilfinningar í meðvitund þess, að þetta sé liðið og
komi ekki aftur. Alvara lífsins geri það að verk-
um, að slíkar gleðistundir eigi ekki afturkvæmt.
Hjarta fullorðna mannsins sé of lilaðið áhyggjum
og sárum lil þess, að barnsins hreina gleði yfir
jólaljósum og jólagjöfum rúmist þar.
En það má ekki og á ekki svo að vera.
Hvernig má það ske, að þroski fullorðinsáranna
kenni okkur ekki einmitt að gleðjast enn
hreinni gleði yfir hinni mestu jólagjöf sem nokk-
urn tíma hefur gefin verið á jörðu, og hvernig
má það skc, að við finnum ekki til þess að við
erum hörn, að barnið vakni, þrált fyrir lífsstríð og
baráltu, á þeirri hátíð sem býður öllum að verða
að börnum — guðsbörnum? Sem börn glöddumst
við yfir jólagjöfunum. En kerlið brann, kökubitinn
var borðaður og jólaflíkinni var slitið. Sú gleði
var öll forgengileg og háð tímans tönn. En hin
sanna jólagjöf sem Guð gaf öllum heimi hina
fyrstn jólanótt, eyðist aldrei og slitnar aldrei, því
þá gaf hann okkur sig sem föður, fyrir milligöngu
8