Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1918, Page 17

Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1918, Page 17
leikans aðdráttarafl þitt skaut mér all af upp aftur, og eg steytli ekki fót minn við steini. — Þú barst mig sem barn á höndnm þér, meistari! — í skuggunum miklu fann eg hönd þína leiða mig, en eg sá þig ekki, — og áður en eg vissi af, stóð eg í skínandi birtu þinni og hafði frið. — I3ú sendir mér engil þinn lil að vaka yfir mér og vera hjá mér, — ljósengla þína gafsl þú mér, ljóssálum þínum trúðir þú mér fyrir. Hvilikt traust á mér! Og hvað get eg? — Reynt — reijnl að gera þinn vilja að mínum vilja, — beðið þig eins og barn, ihugað i þögn þína voldugu, alvöldu elsku og fallið fram fyrir þér i auðmýkt og lotningu. Láttu mig geyma gimsteinana þína vel, — gæta vel Ijós- sálnanna, er þú haðst mig að geyma, unz þú kallar mig heim, kveður mig til nýrra starfa i nýju riki. — Eg sezt að fótskör þinni, er skuggana tekur að lengja og blómin mín lykja brám undir höfga heilagra döggva. Snert þú, meistari, slrengleik minn heilögum fingri þinum, svo að Ijóð mín verði endurómur hins dýrðlega samkliðar sálar þinnar og huga mins og alls sem í nánd við mig er! — Mig langar til að teiga lifgandi, lyftandi, svalandi lífs- loft návistar þinnar, svo að eg sé all af ferðhúinn, er þú kveður mig á fund þinn. — Ljómi leikur um vogana, byrinn er blásandi og ströndin I)lánar við sjónbaug. En eg á langt i land. — — Guðm. (iuðmiindsson. 15

x

Jólablað félagsins Stjarnan í austri.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jólablað félagsins Stjarnan í austri.
https://timarit.is/publication/439

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.