Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1918, Page 48

Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1918, Page 48
Þér eruð þvi Guðir . . . En hvernig víkur því þá við, að þér skulið vera í fang- elsi, sakfeldir og dæmdir með réttu eða röngu, ef til vill með réttu? Bræður minir! Þér hafið lengi verið í fangelsi, lengi verið bandingjar, janfnvel löngu-löngu áður en lögreglan hafði hendur á yður, löngu áður en fangavörðurinn hnepti yður í dýflissu. Bræður mínir, synir Lifsins og Ljóssins! Fyrir ótal aldaröðum, löngu fyr en hnöttur sá, er vér stöndum á, varð til, löngu fyr en sólin stafaði árdagsgeisl- um á jörðina, löngu fyr en sólarljósið tendraðist í alheims- geimnum, já, löngu-löngu fyr en vetrarbrautin lýsti á himin- hvelinu, lifðum vér allir, bræður mínir, og lékum glaðir og saldausir umhverfis hásæti Guðs. Vér erum getnir af Guði sjálfum, erum útstreymi af Ijósi hans og lífi og vizku og gæzku. En nieira þráum vér samt, — vér viljum verða Guðir. Takmarkalaus og óendanleg er speki Guðs, gæzka, veldi og sæla, og innan þessarar óendanlegu guðdómsgnóttar erum vér til orðin og einsettum oss öll, bræður og systur, að atla oss þroska til að verða meira og meira Guði líkir, — það er að segja Guðir. Og Guð sjálfur leit með velþóknun á þennan ásetning vorn og viðleitni til að verða honum meira og meira líkir. En vér verðum öll að lœra það í lil'fsreynzluskóla. Guð er að sönnu gæzkuríkur, en hann gefur ekki meira en vér verðskuldum, — vér verðum því að vinna og stríða til að verða Guði líkir. Og þar kom að lokurn, bræður og systur, að vér einsell- um oss að byrja vegferðina í duftsins ríki. Vér trúðum 46

x

Jólablað félagsins Stjarnan í austri.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jólablað félagsins Stjarnan í austri.
https://timarit.is/publication/439

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.