Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1918, Side 49

Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1918, Side 49
og treystum svo fast á guðdómseðli vort, að vér bárum engan kvíðboga fyrir þvi að vér mundum eigi að lokum, hversu löng og erfið sem gangan yrði, hverfa aftur lil föð- ursins, ekki lengur sem börn lieldur sem Guðir. Vissulega fórum vér þess eigi duldir, að vér mundum a vegferðinni í duftsins ríki eiga það á hæltu að gleijma uppruna vornm; vissulega fórum vér þess eigi duldir, að vér kynnum jafnvel að afneila honum og sökkva oss svo niður í efnishjúpinn, að vér kynnum eigi að gera mun á honum og sjálfum oss. En svo slerka trú höfðum vér á guðdómsneistanum í sálum vorum, þótl hann væri reyrður viðjum duftsins, að vér hikuðum eigi við að leggja út í lifsbaráttuna og efuðum eigi augnabliks stund, að vér mund- um að lokum, eftir aldir alda, hverfa aftur í skaul föðursins sem ofurmenni að öllu góðu, sem englar og erkienglar eða jafnvel Guðir, — og vér lögðum út á brautina. Löng og mæðusöm og erfið hefur gangan verið hingað til. Vér höfum gengið berum fótum og blóðrisa um urðir og eyðimerkur, — og hve oft höfum vér eigi fallið! Hve oft og mörgum sinnum höfum vér eigi farið villir vegar! Hve oft og mörgum sinnum höfum vér eigi örvænt og bölvað oss og örlögum vorum, þegar myrkur grúfði yfir oss og um oss, þegar óarga dýr ásótlu oss og eiturnöðrur slungu oss, þegar kuldinn þjakaði oss, þegar hungur og þorsti svarf að oss, þegar óumræðilegar þrautir og þjáningar mættu oss, þegar eldurinn grandaði oss eða öldur hafsins hremdu oss, þegar bræður vorir deyddu oss, þegar nautnirnar snerust upp í kvöl og samvizkubit, þegar jafnvel hinar hreinustu hvatir vorar urðu að sæta röngum dómum, og þeir, sem vér unnum heitast, urðu til að áfellast oss og formæla. 47

x

Jólablað félagsins Stjarnan í austri.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jólablað félagsins Stjarnan í austri.
https://timarit.is/publication/439

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.