Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1918, Page 68

Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1918, Page 68
Þegar konungur heyrði ókunna, töturbúna manninn tala um að hann vildi gefa sér, spratt hann bálreiður upp úr sæti sínu, slökk ofan úr vagninum og greiddi Kristi höfuð- högg, svo blóð féll niður enni hans. Honum varð ómótt af högginu, en er hann leit upp, var kranz af eldlegum tung- um um höfuð hans. — Þegar konungur sér það, spyr hann með þykkjublandinni undrun: »Hví er geislakranz um höfuð þér?« Kristur mælti: »IIann stafar út frá kærleikseldinum, sem eg nú í nótt vil gefa þér og þjóð þinni«. — Reiðin fékk enn á ný vald yfir hinum volduga þjóðar- drottni. Hann réð á manninn, er hjá honum stóð, — þreytta, vegmóða, særða manninn, sem gefa vildi kærleikseldinn, — slengdi honum niður á harða götusteinana og mælti: »Seg eigi einu orði meiral Hvernig vogar þú þér að tala um að geja mér? Höll mín er full auðæfa og í sölum mínum loga lampar, sem bera birtu eins og himinsólir. Eg hinn mikli þarfnast einskis«. — Kristur reis upp. Föt hans voru þá eins björt og skærast Ijós og geislar blikuðu umhverfis hann. Og sjá! Blóðdrop- arnir á götusteinunum urðu að angandi rósum. — Með óttablandinni lotningu og tilrandi röddu spyr þá konungur: »Hver erl þú? Hver ert þú?« — Jafnskjótt varð þá sem Ijóshaf eitt lyki um þá, og kon- ungur sá i Ijómanum hersveitir af englum með logbjörtum sverðum. Einn þeirra gengur til Krists, sýnir honum lotn- ingu og segir: »Herra, herskarar þínir óska að hefna. Lát oss hegna þessari borg! Lát hinn sjálfelska, þóttafulla kon- ung kenna á valdi þínu!« — Dauðans angist greip konunginn. Hann kastaði sér til jarðar á grúfu. En Kristur lyfti höndum, og burtu svifu

x

Jólablað félagsins Stjarnan í austri.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jólablað félagsins Stjarnan í austri.
https://timarit.is/publication/439

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.